Nýtt merki Eims dregur fram áherslur félagsins á sjálfbærni og nýsköpun. Merkið sýnir þrjár einfaldar bylgjur eða öldur, sem geta táknað gufu, rafstauma eða náttúruöflin. Sérhver þessara þátta er lykill í því að knýja Ísland með grænni orku. Saman mynda öldurnar stafinn „M“, sem vísar í nafn félagsins. Merkið er hannað í nútímalegum og einföldum stíl og er tímalaus táknmynd um markmið okkar til nýtingar náttúru og tækni fyrir sjálfbærri framtíð.
Merkið er hannað af USE Agency