FRÉTTIR

FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR


Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 21. mars 2025
Eimur og Vestfjarðastofa bjóða til vefþings, fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi, þar sem fjallað verður um áskoranir og tækifæri við orkuskipti smábátaflotans. Hvað þarf til að orkuskipti smábáta verði að veruleika? Hvaða endurnýjanlegu orkugjafar verða í boði til notkunar á sjó? Hvaða reglur um haffærni rafmagnsbáta munu gilda? Sérfræðingar, hagsmunaaðilar og sjómenn munu ræða þessi og önnur mikilvæg mál eins og kostnað, hreinorkuívilnanir og áhrif breytinganna á byggðaþróun og samfélag. Þátttaka er öllum opin en til að fá fundarboð þarf að skrá sig. Smelltu hér til að skrá þig Dagskrá *Birt með fyrirvara um breytingar Hluti I: Tæknilausnir í farvatninu 13:00 – „Stefna stjórnvalda og orkuskipti smábáta“, Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra. 13:20 – „Rafmagns og tengiltvinnlausnir í smábátum”, Kolbeinn Óttarsson Proppé, stofnandi Grænafls. 13:40 – „Nýsmíði rafmagnsbáta,tækifæri og áskoranir“, Jónas Ingi Pétursson, Þrym. 14:00 – „Takmarkandi þættir þegar kemur að orkuskiptum smábáta”, Tinna Rún Snorradóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláma. Kaffihlé – 10 mín Hluti II: Samfélag og orkuskipti smábáta 14.30 – „Öryggiskröfur rafbáta og leyfismál þeirra“, Ingólfur Örn Þorbjörnsson, sérfræðingur á Samgöngustofu. 14.50 – „Áskoranir fyrir hafnir vegna orkuskipta smábáta“, Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfisstjóri Faxaflóahafna. 15:10 – „Orkuskipti smábáta út frá sjónarhóli smábátasjómanna“, Einar Helgason, formaður félags strandveiðisjómann á sunnanverðum Vestfjörðum. 15:30 – „Líklegar/hugsanlegar breytingar á Byggðamynstri samfara orkuskiptum í sjávarútvegi“, Dr. Catherine Chambers, rannsóknarstjóri hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. 15:50 - 16:10 - Pallborðsumræður fyrirlesara undir stjórn Ottós Elíassonar, framkvæmdastjóra hjá Eimi.
Eimur hlaut nýverið styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar
20. mars 2025
Hauggas frá urðunarstöðum? Hvað er það og hvernig getum við búið til einhver verðmæti úr gasinu sem nýtist nærsamfélaginu?
17. mars 2025
Eimur og PCC BakkiSilicon hlutu nýverið styrk úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar til að kanna hagkvæmni þess að nýta háhita frá iðnaðaferlum PCC BakkiSilicon til gufuframleiðslu. Markmið verkefnisins er að kanna hvernig draga má úr orkukostnaði við gufuframleiðslu fyrir iðnað staðsettan innan Græns Iðngarðs á Bakka og á sama tíma bæta orkunýtingu svæðisins. Rannsóknin mun sýna fram á hvernig bætt nýting auðlinda getur mögulega leitt til orkusparnaðar, lægri rekstrarkostnaðar og á sama tíma sjálfbærari iðnaðaruppbyggingu. Verkefnið hefur bæði beinan fjárhagslegan ávinning og samfélagslega mikilvægi, þar sem það stuðlar að sjálfbærri nýtingu orkuauðlinda og dregur úr umhverfisáhrifum. Verkefni af þessu tagi er verulega gagnlegt til að ýta áfram umræðu um bætta auðlindanýtingu á landsvísu og getur orðið fyrirmynd af slíkum verkefnum framtíðarinnar. Gögn sem munu liggja fyrir að rannsókn lokinni eru: Varmagreining frá PCC: Mælingar á hitastigi og magni varmaorku sem losnar við framleiðsluferla PCC frá háhitastrompunum. Hagkvæmniútreikningar: Samanburður á kostnaði við gufuframleiðslu með háhita við hefðbundna gufuframleiðslu með raforku (og dreifigjaldi raforku innan utan þéttbýlis). Árið 2024 var unnin greining á nýtingu glatvarma frá kælikerfi PCC , sem reyndist mjög jákvæð. Nú verður skoðað hvernig háhiti úr strompunum frá framleiðsluferlum PCC getur nýst til gufuframleiðslu. Verkefnið er samstarfsverkefni PCC BakkiSilicon og Eims. Þá verður verkfræðistofa fengin til að greina varmaflæði og til að meta hagkvæmni og nýtingu glatvarma. Ef verkefnið reynist árangursríkt, getur það orðið fyrirmynd fyrir sjálfbæra iðnaðaruppbyggingu þar sem tækifæri eru í nýtingu háhita. Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Karen Mist Kristjánsdóttir á netfangið karen@eimur.is Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar úthlutaði styrkjum til 46 rannsóknarverkefna í ár, en þetta er í 18. skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á vefsíðu Landsvirkjunar .
Stefnumótun Eims með stjórn, verkefnastjórn og starfsfólki
13. mars 2025
Í gær, miðvikudaginn 12. mars, kom stjórn Eims, verkefnastjórn og starfsfólk saman á stefnumótunarfundi á Múlabergi, Akureyri. Markmið fundarins var að móta áherslur og markmið félagsins út starfsárið 2026, rýna í núverandi og fyrirhuguð verkefni og styrkja sameiginlega framtíðarsýn. Fundurinn var skipulagður í kringum þrjú meginstef sem einkenna starfsemi Eims og skarast oft á í verkefnum: orkuskipti, lífmassa og glatvarma. Kynningar, hópavinna og umræður fóru fram um hvert þessara sviða, auk þess sem SVÓT-greining Eims var kynnt og rædd í samhengi við áframhaldandi þróun félagsins. Þá var einn liður fundarins tileinkaður aðferðafræði við mótun verkefna, þar sem fjallað var um áherslur, tímaramma, fjármögnun og hlutverk Eims í þróun verkefna og ráðgjöf þeim tengdum . Einnig var tekin gagnleg umræða um árangur og árangursmælikvarða, með það að markmiði að skerpa á mælanlegum viðmiðum og tryggja að starfsemin nái settum markmiðum. Það er alltaf dýrmætt að koma saman, skerpa sameiginlega sýn og eiga uppbyggilegt samtal um framtíðaráherslur og stefnu. Við þökkum stjórn og verkefnastjórn fyrir virkilega gagnlegan vinnudag !
Eimur á klasafundi í Osló
26. febrúar 2025
Eimur sótti á dögunum mannamótið Synergies for Greener European Horizons í Osló undir lok janúar. Hún var haldin undir merkjum uppbyggingarsjóðs EES með áherslu á samstarf milli Íslands, Noregs og Rúmeníu. Markmiðið var að koma saman fólki, fyrirtækjum, stofnunum og klösum sem starfa innan landanna þriggja með fyrirhugað samstarf í huga í rannsókna- og þróunarverkefnum á ýmsum sviðum, allt frá orkumálum yfir í heilbrigðistækni. Eimur kynnti starfsemi sína og áherslur og styrkti tengsl sín við norska og rúmenska aðila, en markmiðið er að byggja á þeim tengslum til að þróa ný verkefni sem falla að áherslusviðum Eims, einkum í sjálfbærri orkunýtingu og nýsköpun. Viðburðurinn skapaði tækifæri til að mynda ný tengslanet og kanna möguleika á samstarfi sem stuðlar að orkuskiptum og sjálfbærri þróun. Viðburðurinn var haldinn í samstarfi Rannís, hinu norska Innovation Performance, og klasasamtaka Rúmeníu, Clustero.
Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
20. desember 2024
🎄Eimur óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.🎄 Við viljum þakka sérstaklega fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða og erum við full tilhlökkunar fyrir komandi verkefnum á nýju ári. Skrifstofa Eims á Akureyri verður lokuð til 6. janúar nk. Kveðja, Starfsfólk Eims
18. desember 2024
RECET verkefnið heldur áfram að gefa af sér ávexti!
11. desember 2024
Verkefnið á meðal annars að auka þekkingu á ástandi vatns á Íslandi
21. nóvember 2024
Eimur og SSNE hafa nú lokið röð vinnustofa í tengslum við RECET-verkefnið sem snýst um orkuskipti í dreifðum byggðum. Sveitarfélög innan SSNE fengu öll boð um þátttöku í þessari vinnu, sem hefur það markmið að efla getu þeirra til að takast á við orkuskipti og móta raunhæfar aðgerðaáætlanir. Þessar áætlanir munu síðan mynda grunn að aðgerðamiðaðri heildarstefnu fyrir Norðurland eystra.
11. nóvember 2024
Markmið samstarfsins að efla íslenskan landbúnað
22. október 2024
Tvö ný störf á Norðurlandi vestra
9. október 2024
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun, Orkuveitan og Krafla Magma Testbed (KMT) hafa undirritað samkomulag sem tryggir fjármögnun KMT næstu tvö árin. Samkomulagið markar ákveðin tímamót fyrir KMT þar sem Orkuveitan gengur til liðs við verkefnið, auk þess sem áframhaldandi stuðningur frá stjórnvöldum og Landsvirkjun er tryggður. KMT er frumkvöðlaverkefni sem miðar að því að byggja upp alþjóðlega rannsóknarmiðstöð í eldfjalla- og orkurannsóknum í Kröflu sem verður einstök á heimsvísu. Verkefnið byggir á fyrstu djúpborunarholunni sem boruð var í Kröflu árið 2009 þar sem borað var óvænt í kviku á 2,1 km dýpi. Holan reyndist vera allt að tíu sinnum öflugri en meðal vinnsluholan í Kröflu og fljótlega var ljóst að mikil tækifæri fólust í þessari uppgötvun. Markmið KMT er að þróa tækni til að nýta þessa gríðarlegu orkumöguleika með hönnun næstu kynslóðar jarðhitahola sem þola þann mikla hita og þrýsting sem liggur næst kvikuhólfum. Verkefnið gengur einnig út á að skapa einstaka aðstöðu til eldfjallarannsókna þar sem vísindamenn munu í fyrsta skipti fá beinan aðgang að kviku. Möguleikarnir sem í því felast geta breytt skilningi okkar á hegðun eldfjalla og er það von vísindamanna KMT að hægt verði að þróa aðferðir til að stórbæta eldgosaspár. KMT er samstarfsverkefni íslenskra og erlendra vísindamanna og verkfræðinga með höfuðstöðvar á Íslandi. Með þeim stuðningi sem tryggður var með samkomulaginu er KMT vel í stakk búið til að halda áfram því brautryðjendastarfi að þróa bættar aðferðir til jarðhitavinnslu og að byggja upp rannsóknarinnviði sem munu valda straumhvörfum í rannsóknum og skilningi okkar á eldfjöllum. Einstakt á heimsvísu Eimur hefur í gegnum tíðina stutt við verkefnið eftir fremsta megni og fagnar þessum áfanga. „Krafla Magma Testbed er gríðarlega spennandi verkefni með heimahöfn í Þingeyjarsveit. Það gæti fært með sér miklar byltingar í þekkingu okkar í eldfjalla- og kvikufræðum og á orkuvinnslu úr jarðhitageymum sem liggja nærri kviku. Þarna eru tækifæri fyrir Norðurland til að vera í farabroddi á heimsvísu í þessum málum og mikilvægt að fólk og fyrirtæki styðji eftir megni við þetta metnaðarfulla ævintýri sem þarna er í uppsiglingu“ , segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri hjá Eimi.
30. september 2024
Ársfundur Orkustofnunar fór fram í Hofi á Akureyri, fimmtudaginn 26. september sl. Fundurinn var vel sóttur og var boðið upp á fjölbreyttar kynningar og umræður um orkumál, framtíðarsýn og áskoranir. Á fundinum voru einnig sýnd myndbönd, meðal annars frá HS Orku, Landsvirkjun og fleiri fyrirtækjum, sem varpa ljósi á hvernig orkumál og nýsköpun hafa áhrif á atvinnulífið. Á fundinum fór Karen Mist Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Eimi með erindi um nýsköpun í líforku og nýtingu lífrænna auðlinda og tók einnig þátt í áhugaverðum pallborðsumræðum um tækni, nýtni og nýsköpun í atvinnulífinu. Á vef Orkustofnunar má finna nánar um dagskrá fundarins og jafnframt fréttir frá einstökum erindum. Hér má finna upptöku af fundinum (Erindi Karenar hefst á mín 2:26:50) Við þökkum Orkustofnun fyrir góðan fund og gestum fyrir áheyrnina.
16. september 2024
Orkuskipti í fólksbílaflota landmanna eru á þokkalegu skriði, en orkuskipti í haftengdri starfsemi eru talsvert skemur á veg komin, þó nokkur gróska sé í þeim efnum víða um land. Einn af þeim þáttum sem huga þarf að er væntanleg aflþörf í raforku við hafnir landsins. Skip og bátar hafa ólíka aflþörf og er mikilvægt að skilja hvaða orkugjafar eru líklegir til að henta hverjum notanda. Eimur hefur nú unnið skýrslu þar sem áhrif væntanlegrar rafvæðingar allra hafna á Norðurlandi eystra hefur verið greind út frá stærð flota í heimahöfn og vænt umfang þeirra metið. Verkefnið var styrkt af Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar og LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins gegnum verkefnið Rural Europe for the Clean Energy transition (RECET). Innviðir ekki vandamál Ein mikilvægasta niðurstaðan í skýrslunni er að ekkert innviðavandamál er til staðar fyrir orkuskipti smærri báta og skipa. Víða þarf að fjárfesta í öflugri raftengingum sem bera á bilinu 1-3 MW, en sums staðar, t.d. á Akureyri og í stærri plássum, ber rafkerfið þetta eins og það er sett upp í dag. Skynsamlegt að móta stefnu um móttöku stærri skipa Þegar kemur að stærri skipum er myndin önnur. Það þarf að hugsa heildstætt hvar stórir bátar eiga að leggjast að í framtíðinni, því það er ekki endilega sjálfgefið að allar hafnir eigi að byggja upp raforkukerfi sem geta tekið á móti togurum, flutningaskipum og skemmtiferðaskipum. Skynsamlegt væri að móta stefnu um móttöku stærri skipa. Orkuskiptin verða ekki til af sjálfu sér. Skammur tími er til stefnu fram til ársins 2040 og því ríður á að byrja strax að setja orkuskipti í samhengi við skipulag hafnarsvæða svo unnt sé að taka betri ákvarðanir tímanlega um innviðauppbyggingu sem styður við ferlið. Smelltu hér til að lesa skýrsluna
11. september 2024
Bjarni Herrera í samstarfi við Eim býður til skrafs um sjálfbærni og fjármál, fimmtudaginn 19. september frá kl. 16:30-18:30 á Múlabergi, Akureyri. Bjarni kynnir nýlega bók sína Supercharging Sustainability: A big-picture overview of ESG 2.0 and sustainable finance (2024) , og Eimur fer yfir sín helstu verkefni og ræðir þau í samhengi við áskoranir sem snúa að því að raungera þau og fjármagna. Dagskrá *Birt með fyrirvara um breytingar 16:30 Húsið opnar 17:00 Erindi - Ottó Elíasson, Eimur 17:10 Opnun og kynning - Bjarni Herrera, Accrona 17:20 Pallborðsumræður Bjarni Herrera stýrir umræðum Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri hjá Eimi Jóhann Steinar Jóhannson, framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs Albertína Fr. Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE ... fleiri viðmælendur í panel auglýstir síðar. 18:00 Samantekt Léttar veitingar í boði eftir formlega dagskrá. Smelltu hér til að skrá þig. Hér má finna viðburðinn á Facebook. Hér má lesa meira um bók Bjarna Herrera.
3. september 2024
Frá 2016 hefur Eimur unnið að bættri nýtingu auðlinda á Norðurlandi eystra með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Með inngöngu SSNV í Eim í síðustu viku, gafst tækifæri til að fara í breytingar á ásýnd og yfirbragði félagsins og sækja fram af enn meiri krafti, en starfsemi Eims nær nú yfir allt Norðurland. Í góðu samstarfi við hönnunar- og auglýsingastofuna USE Agency síðustu misseri, kynnum við með stolti, nýtt merki Eims sem dregur fram áherslur félagsins á sjálfbærni og nýsköpun.
29. ágúst 2024
Tvö ný störf hjá Eimi á Norðurlandi vestra
28. ágúst 2024
Aukin tækifæri til atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar
Kúahjörð sem stendur á grasi og horfir í myndavélina.
19. ágúst 2024
Á föstudaginn voru kynntar úthlutanir úr Orkusjóð, en sjóðurinn úthlutaði 1,342 milljónum króna í almenna styrki til orkuskipta á þessu ári og hefur heildarupphæð fyrir almenna auglýsingu aldrei verið hærri. Verkefnin sem hlutu styrk eru af ýmsum stærðum og koma til framkvæmda víða um land og hafa það að markmiði að draga hratt úr losun. Eimur hlaut 20 milljón kr. í styrk til að vinna áfram að uppbyggingu metanvers á Dysnesi, og tryggja þannig stöðugt framboð að metangasi á samgöngutæki á Norðurlandi. Orkuskipti hafa verið í brennidepli undanfarin misseri. Þau eru óhjákvæmileg ef Ísland ætlar að standast skuldbindingar sínar í loftslagsmálum um 55% samdrátt í losun 2030, og jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2040. Til að ná þessu markmiði þarf að framleiða meiri orku á Íslandi, en í umræðunni hefur nánast verið einblínt á aukna raforkuframleiðslu til þess að anna þessum orkuskiptum, þar sem því er ýmist hlaðið beint á rafhlöður eða umbreytt í rafeldsneyti. Önnur leið, sem umtalsvert minni gaumur hefur verið gefinn er að framleiða lífeldsneyti úr lífmassa, sem er afar vannýtt auðlind á Íslandi og getur leikið mun stærra hlutverk í orkuskiptum. ,,Það býr mikil orka í lífmassanum á svæðinu sem nýta má til orkuskipta, en raunhæft er að líforka geti staðið undir um 10% af orkuþörf samgangna svæðisins”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri hjá Eimi. Eimur vinnur að uppbyggingu á metanveri í góðu samstarfi við Líforkuver ehf. sem undirbýr vinnslu fyrir dýrahræ á Dysnesi. Að auki verður unnið með Orkídeu , systurverkefni Eims á Suðurlandi, sem hafa unnið að uppbyggingu metanvers á suðurlandsundirlendinu og Vistorku á Akureyri. Sjá nánar um úthlutun úr orkusjóði á heimasíðu Orkustofnunar .
8. ágúst 2024
Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra í vikunni. Vefurinn er á vegum þróunarfélagsins Líforkuver sem vinnur að uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði, þar sem áformað er að taka við dýraleifum til vinnslu. Vefurinn mun veita aðgang að upplýsingum um framgang verkefnisins og mikilvægi þess fyrir samfélagið. Opnun vefsvæðisins undirstrikar áform stjórnvalda um að styrkja innviði sem stuðla að bættri vinnslu lífræns úrgangs að fyrirmynd hringrásarhagkerfisins. „Samkvæmt áætlun er markmiðið að árið 2028 geti líforkuver tekið við tíu þúsund tonnum af lífrænu efni. Fyrir því mun ég berjast og stend heilshugar með því að líforkuver eigi að rísa hér vestan Akureyrar á Dysnesi” sagði matvælaráðherra við opnun vefsins.„Líforkuverið í Dysnesi verður hjartað í þessu kerfi. Það er ekki aðeins endapunktur fyrir söfnun dýraafurða, heldur einnig dæmi um hvernig við getum breytt úrgangi í verðmæti; breytt því sem áður var vandamál í tækifæri fyrir orkuvinnslu og endurnýtingu í anda hringrásarhagkerfisins”. Sjá viðtöl og fréttir: Stjórnarráðið: Matvælaráðherra opnar vef um líforkuver á Dysnesi í Eyjafirði Rúv: Stefnt að opnun líforkuvers á Dysnesi eftir tvö ár Vísir.is: Ríkið komið um borð í milljarðaverkefni í Eyjafirði Mbl.is: Mikil uppbygging fyrirhuguð við Eyjafjörð Akureyri.net: Stórt skref fyrir líforkuver á Dysnesi Vikublaðið: Matvælaráðherra opnar vef Líforkuvers á Dysnesi
Karl og kona sitja við borð með heyrnartól á
24. júní 2024
Eimur og Efla leiða saman hesta sína í úttekt á olíunotkun sveitarfélaga á Íslandi. Úttektin er hluti af RECET verkefninu sem snýst um að efla getu sveitarfélaganna til að takast á við orkuskipti, lögð verður áhersla á sveitarfélögin á Norðurlandi eystra og Vestfjörðum sem eru einmitt viðfang RECET. Til verksins var ráðinn í sumarstarf til Eflu Sindri Dagur Sindrason sem er með BSc í vélaverkfræði, en Ágústa Steinunn Loftsdóttir, sem situr einmitt í ráðgjafaráði RECET verkefnisins sinnir leiðbeiningu innan Eflu, auk starfsfólks Eims. Markmiðið er að birta niðurstöðurnar á skýrsluformi með haustinu, en það getur þá nýst sem byrjunarreitur fyrir áætlanagerð sveitarfélaga sem hafa takmarkaða hugmynd um olíunotkun innan sinna marka. Einn þáttur í RECET verkefninu er svo að þróa stafrænt mælaborð þar sem þessar upplýsingar verða gerðar aðgengilegar á vefnum með myndrænum hætti. Í dag eru þessar upplýsingar aðeins aðgengilegar fyrir landið allt, vegnum gagnagáttir Orkustofnunar, en hér á að brjóta notkunina betur niður landfræðilega. Við hlökkum til samstarfsins!
Kona sem tekur sjálfsmynd við hlið skilti sem á stendur nord & thamuk
13. júní 2024
Karen Mist Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Eimi tók nýlega þátt í hinni virtu IFAT ráðstefnu og vörusýningu í Þýskalandi. IFAT, sem er ein stærsta alþjóðlega sýningin á sviði umhverfis- og vatnsstjórnunar í heimi, er haldin annað hvert árt og er vettvangur fyrir fjölbreytt úrval af sýnendum, nýjustu tækni, og fræðsluviðburðum sem miða að því að bæta umhverfis- og vatnsstjórnun um allan heim. Viðburðurinn var haldinn dagana 13.-17. maí sl. í Messe München, þar sem þúsundir þátttakenda komu saman til að læra, deila þekkingu og kanna nýjustu þróun í iðnaðinum. 
Stór bygging með miklum gluggum er á horni borgargötu.
11. júní 2024
Eimur hefur fært sig um set og hefur flutt skrifstofuna sína frá Strandgötu 19b yfir í Brekkugötu 1b sem stendur við Ráðhústorgið í hjarta miðbæjar Akureyrar. Gistiheimili er á efri hæð hússins, sem byggt var árið 1923, en neðri hæðin hefur skipað ýmsa starfsemi síðstu ár, þar á meðal hárgreiðslustofu, spilaverslun og nú sem skrifstofurými Eims. Við hlökkum til að taka á móti gestum á nýju skrifstofunni okkar!
11. júní 2024
Eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði árið 2024, var verkefnið Glatvarmi á Bakka . Verkefnið Glatvarmi í Grænum iðngarði á Bakka er samstarfsverkefni Eims, PCC BakkiSilicon og Orkuveitu Húsavíkur . Markmið verkefnisins var að svara því hvort hagkvæmt sé að nýta glatvarma frá verksmiðju PCC BakkiSilicon á Bakka við Húsavík, ýmist í aðra iðnaðarstarfsemi eða fyrir hitaveitu á svæðinu. Vinna af þessu tagi er kjarninn í starfsemi Græns iðngarðs á Bakka , þar sem markmiðið er að nýta alla auðlindastrauma, sem þegar hafa verið virkjaðir, til fulls, og að þeir nýtist inn í aðra starfsemi á svæðinu. Þetta er fyrsta skrefið í því að leggja grunn að samstarfi fyrirtækja innan garðsins um nýtingu orku og hráefna sem falla til við vinnslu fyrirtækja. Verkefnið var unnið í samvinnu við Eflu verkfræðistofu sem sá um að greina gögn sem aðrir aðilar innan verkefnisins tóku saman, fyrir hagkvæmnigreiningu á föngun glatvarma sem myndast í kælikerfi PCC BakkiSilicon. Þessi varmi kemur úr kælikerfi ljósbogaofna PCC, sem kældir eru með vatni í lokaðri hringrás, en í dag er þessi varmi algjörlega ónýttur. Niðurstöður verkefnisins sýna að með auðveldum hætti og lítilli fjárfestingarþörf má sækja 8-9 MW af varma eða 100 l/s af 50 °C vatni, án breytingar á núverandi kælikerfi. Þar með geta skapast stór tækifæri fyrir ýmiskonar rekstur innan Græns iðngarðs. Grófir útreikningar sýna fram á hagkvæmni þess að nýta þennan varma samanborið við það að bora eftir heitu vatni, sem er hin hefðbundna leið til varmaöflunar. PCC BakkiSilicon hefur nú þegar sett í stað áframhaldandi vinnu á hagkvæmnigreiningu þar sem skoða á fýsileikann á því að sækja meiri varma annarsstaðar í framleiðsluferlinu. Þetta verkefni hefur sýnt fram á, svo ekki verður um villst að það getur líka borgað sig fjárhagslega að fullnýta auðlindir sem við erum alltof gjörn á að sóa. Frekari upplýsingar um verkefnið veitir verkefnastjóri Græns Iðngarðs á Bakka, Karen Mist Kristjánsdóttir - karen@eimur.is
Plakat fyrir Eimur arsskyrslu 2023
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 4. júní 2024
Ársskýrsla Eims fyrir starfsárið 2023 er komin út. Í ársskýrslunni er farið yfir starfsemi og helstu verkefni Eims á síðasta ári.
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 29. maí 2024
Í síðustu viku hélt Eimur austur á land til fundar með samstarfsverkefnunum Bláma,  Orkídeu og Eygló, ásamt Landsvirkjun og Umhverfis orku og loftslagsráðuneytinu.
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 21. maí 2024
Nýsköpunarvikan eða Iceland Innovation Week var haldin hátíðlega í Reykjavík í síðustu viku þar sem frumkvöðlastarfsemi á Íslandi var fagnað. Eimur hefur tekið virkan þátt á hátíðinni frá upphafi og í ár var engin breyting þar á.
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 2. apríl 2024
Sem hluta af RECET verkefninu, bauð Eimur og samstarfsaðilar í fræðsluferð um orkuskipti í mars síðastliðnum.
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 22. mars 2024
Þriðja árið röð komu allir helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði til fundar við frumkvöðla sem vinna að verkefnum tengdum auðlinda-, orku- og umhverfismálum.
12. mars 2024
Krubbur var haldinn í fyrsta sinn á Húsavík dagana 8. - 9. mars síðastliðinn. Krubbur var settur upp sem tveggja daga hugmyndasmiðja þar sem unnið var að lausnum sem tengjast betri nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs í Norðurþingi. Þátttaka var opin öllum frá 16 ára og var aldursbil þátttakanda frábært, svo þekking og reynsla ólíkra kynslóða spann spennandi vef. Hraðið, miðstöð nýsköpunar stóð fyrir viðburðinum í samvinnu við KLAK-icelandic startups, Eim, SSNE og fleiri aðila. Um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækjum á svæðinu og stoðkerfi atvinnulífsins og nýsköpunar.
Hópur fólks situr fyrir á mynd fyrir framan skilti með SSNE logo
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 27. febrúar 2024
Þann 21. febrúar sl. héldu Eimur, SSNE og Íslensk Nýorka málstofu í Hofi og í streymi. Efni málþingsins var staða mála í orkuskiptum á Norðurlandi, olíunotkun svæðisins ásamt sérstakri umfjöllun um orkuskipti í þungaflutningum og við hafnir. Erindi málstofunnar markaði gott upphaf að þeirri vinnu sem er nú hafin með RECET á Norðurlandi eystra. Málstofan var afar vel sótt, en um 70 gestir sóttu málstofuna í Hofi og um 50 fylgdust með í beinu streymi.
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 22. febrúar 2024
Húsavík 8.-9. mars 2024 verðmætasköpun úr auðlindum
Kona stendur á þilfari báts á nóttunni.
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 15. febrúar 2024
Átta fyrirtæki hafa verið valin til þátttöku á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á Siglufirði þann 20. mars næstkomandi.
Plaggat sem á stendur
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 5. febrúar 2024
Eimur, SSNE og Íslensk Nýorka halda málstofu í Hofi og í streymi miðvikudaginn 21. febrúar nk . Fjallað verður um stöðu mála í orkuskiptum á Norðurlandi, olíunotkun svæðisins verður kynnt ásamt sérstakri umfjöllun um orkuskipti í þungaflutningum og við hafnir. Fulltrúar frá Orkustofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti munu flytja erindi. >> Lokað hefur verið fyrir skráningu i Hofi, en hér er hlekkur á streymi: Orkuskipti á Norðurlandi – Hvað er næst? - YouTube <<
Þrír aðilar standa fyrir framan pcc bakki sílikonskilti
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 3. janúar 2024
Sérfræðingar Eims, Orkídeu og Ölfus Cluster hittust á Húsavík í byrjun desember til að leggja mat á áform um grænan iðngarð á Bakka og var verkfærum beitt sem hafa verið þróuð af Iðnþróunarstofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNIDO) til að aðstoða við ákvarðanatöku við þróun grænna iðngarða. Verkfærin eru víðtæk og ljóst að notkun þeirra varpar upp fjölmörgum spurningum um gæði og fylgni þeirra ferla sem fylgt er við stefnumótun og ákvarðanatöku um þróun grænna iðngarða. Verkfærin eru allmörg og þau er aðgengileg og gjaldfrjáls á vef stofnunarinnar og fylgja með leiðbeiningar og sýnidæmi um notkun þeirra. Verkfærin eiga rætur að rekja til Global Eco-Industrial Parks (GEIPP) átaks UNIDO sem ætlað er að sýna fram á hagkvæmni og ávinning af grænum iðngörðum með því að auka sjálfbærni, hringrás og úrvinnslu efnistrauma innan iðngarðsins og sýna fram á efnahagslegan, umhverfislegan og félagslegan ávinning af vistvænni framleiðsluferlum. Á Íslandi eru víða uppi áform um græna iðngarða og það er mikilvægt að þróun þeirra taki mið af alþjóðlegum væntingum um starfsemi þeirra. Vinnustofan á Húsavík var afar gagnleg og verður endurtekin á Suðurlandi og eftir atvikum og áhuga víðar enda nokkrir iðngarðar í kortunum á Íslandi.
Loftmynd af borg
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 20. desember 2023
Verkefnið Glatvarmi á Bakka fékk nýverið úthlutaðan styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra .
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 20. desember 2023
Í síðustu viku fór Eimur sem staðgengill Umhverfis-, orku og loftlagsráðuneytisins á orkuráðstefnu Norður- og Eystrasaltslandanna (e. Nordic-Baltic Energy Conference 2023) sem haldin var í Tallin, Eistlandi dagana 11.-12. desember sl.
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 30. nóvember 2023
Fyrirtækið Hringvarmi , sem vinnur að þróun á aðferðum til nýtingar glatvarma frá gagnaverum til matvælaframleiðslu hlaut nýverið styrk úr Matvælasjóði , en Eimur var þátttakandi í þeirri umsókn og ábyrgur fyrir hluta verkefnisins í samstarfi við teymi Hringvarma og AtNorth. Fyrirtækið er hugarfóstur þeirra Alexöndru Leeper og Justine Vanhalst, sem hafa unnið að þróun þess um nokkurt skeið.
Hópur fólks situr fyrir á mynd fyrir framan skilti sem á stendur kraftur
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 28. nóvember 2023
Í þriðja sinn stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði. Hátíðin fer fram þann 20. mars 2024 og auglýsir Norðanátt nú eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum.
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 23. nóvember 2023
Úthlutað hefur verið úr Loftslagssjóði og hlaut Eimur hámarksstyrk fyrir verkefnið Lífgasver í Líforkugörðum við Eyjafjörð, en verkefnið er samstarfsverkefni Eims, SSNE og Bláma.
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 21. nóvember 2023
https://forms.office.com/e/Z4JMuireFt
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 20. nóvember 2023
Sex nýsköpunarteymi á Norðurlandi kláruðu nýverið viðskiptahraðalinn Startup Storm sem Norðanátt, hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi, stóð að.
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 14. nóvember 2023
Dag­ana 7.-9. nóv­em­ber fór fram alþjóðleg klas­aráðstefna hér á landi á Hilt­on Reykja­vík undir yfirskriftinni New Landscapes in the Clu­ster Develop­ment . Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefn­an er hald­in hér á landi en í 26. sinn sem hún fer fram. Hátt í 200 manns frá 25 löndum tóku þar þátt.
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 9. nóvember 2023
Fyrsti verkefnisfundur í LIFE-verkefninu RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition), var haldinn í Postojna í Slóveníu, 7. og 8. nóvember.
Maður með skegg er í jakkafötum og brosir fyrir myndavélinni.
Eftir Ottó Elíasson 3. nóvember 2023
Sigurður Grétar Bogason hefur verið ráðinn til Eims sem ráðgjafi á sviði styrkjasóknar.
Skoða fleiri
Share by: