Blog Layout

29. ágúst 2024

Vilt þú vinna með okkur? Laus störf hjá Eimi

Tvö ný störf hjá Eimi á Norðurlandi vestra


Verkefnastjóri með áherslu á styrkjasókn


Eimur leitar að öflugum einstaklingi til að vera leiðandi í skrifum á umsóknum fyrir hönd Eims í innlenda og erlenda styrktarsjóði, og þar með móta hlutverk Eims í nýjum rannsókna- og þróunarverkefnum. Verkefnastjóri vinnur náið með framkvæmdastjóra Eims og eftir atvikum öðru starfsfólki og samstarfsaðilum Eims. Starfsstöð verkefnastjóra er á Norðurlandi vestra.


Helstu verkefni:

  • Vinna að mótun og þátttöku Eims í innlendum og erlendum rannsókna- og þróunarverkefnum sem snúa að orkuskiptum og innleiðingu hringrásarhagkerfis
  • Vera leiðandi í skrifum á umsóknum í innlenda og erlenda styrktarsjóði, t.a.m. sjóði ESB
  • Aðstoð við að koma verkefnum Eims á framfæri
  • Verkefnastjórn einstakra verkefna
  • Teymisvinna með Bláma, Orkídeu og Eygló


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meistara eða doktorspróf sem nýtist í starfi
  • Starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af gerð styrkumsókna í innlenda og erlenda sjóði
  • Haldbær þekking á nýsköpunar-, frumkvöðla- og styrkjaumhverfi vegna þróunar- og rannsóknaverkefna
  • Reynsla af verkefnastjórn
  • Rík samskiptahæfni og færni í að koma frá sér efni
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði vinnubrögðum
  • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku er skilyrði

Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi. 


Sækja um starf

Verkefnastjóri


EIMUR leitar að verkefnastjóra til að sinna verkefnum sem snúa að uppbyggingu og þróun á sviði hringrásarhagkerfisins, orkuskipta og nýsköpunar.
 Verkefnastjóri vinnur náið með starfsfólki Eims og hagaðilum í nærsamfélaginu. Starfsstöð verkefnastjóra er á Norðurlandi vestra.


Helstu verkefni:

  • Virk þátttaka í öflun nýrra verkefna
  • Verkefnastjórn og eftirfylgni
  • Söfnun, greining og úrvinnsla gagna
  • Þátttaka í umsóknaskrifum
  • Samskipti og samstarf við hagaðila
  • Teymisvinna með Bláma, Orkídeu og Eygló

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á hringrásarhagkerfinu, nýsköpun og orkuskiptum
  • Þekking á nýsköpunar-, frumkvöðla- og styrkjaumhverfi vegna þróunar- og rannsóknaverkefna er æskileg
  • Rík samskiptahæfni og færni í að koma frá sér efni
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Reynsla af verkefnastjórn er kostur
  • Góð færni í íslensku og ensku


Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi. 


Sækja um starf



Umsóknarfrestur er til og með 15. september nk.



Nánari upplýsingar veita:

Geirlaug Jóhannsdóttir, 
geirlaug@hagvangur.is

Inga Steinunn Arnardóttir, 
inga@hagvangur.is



Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: