29. ágúst 2024

Vilt þú vinna með okkur? Laus störf hjá Eimi

Tvö ný störf hjá Eimi á Norðurlandi vestra


Verkefnastjóri með áherslu á styrkjasókn


Eimur leitar að öflugum einstaklingi til að vera leiðandi í skrifum á umsóknum fyrir hönd Eims í innlenda og erlenda styrktarsjóði, og þar með móta hlutverk Eims í nýjum rannsókna- og þróunarverkefnum. Verkefnastjóri vinnur náið með framkvæmdastjóra Eims og eftir atvikum öðru starfsfólki og samstarfsaðilum Eims. Starfsstöð verkefnastjóra er á Norðurlandi vestra.


Helstu verkefni:

  • Vinna að mótun og þátttöku Eims í innlendum og erlendum rannsókna- og þróunarverkefnum sem snúa að orkuskiptum og innleiðingu hringrásarhagkerfis
  • Vera leiðandi í skrifum á umsóknum í innlenda og erlenda styrktarsjóði, t.a.m. sjóði ESB
  • Aðstoð við að koma verkefnum Eims á framfæri
  • Verkefnastjórn einstakra verkefna
  • Teymisvinna með Bláma, Orkídeu og Eygló


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meistara eða doktorspróf sem nýtist í starfi
  • Starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af gerð styrkumsókna í innlenda og erlenda sjóði
  • Haldbær þekking á nýsköpunar-, frumkvöðla- og styrkjaumhverfi vegna þróunar- og rannsóknaverkefna
  • Reynsla af verkefnastjórn
  • Rík samskiptahæfni og færni í að koma frá sér efni
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði vinnubrögðum
  • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku er skilyrði

Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi. 


Sækja um starf

Verkefnastjóri


EIMUR leitar að verkefnastjóra til að sinna verkefnum sem snúa að uppbyggingu og þróun á sviði hringrásarhagkerfisins, orkuskipta og nýsköpunar.
 Verkefnastjóri vinnur náið með starfsfólki Eims og hagaðilum í nærsamfélaginu. Starfsstöð verkefnastjóra er á Norðurlandi vestra.


Helstu verkefni:

  • Virk þátttaka í öflun nýrra verkefna
  • Verkefnastjórn og eftirfylgni
  • Söfnun, greining og úrvinnsla gagna
  • Þátttaka í umsóknaskrifum
  • Samskipti og samstarf við hagaðila
  • Teymisvinna með Bláma, Orkídeu og Eygló

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á hringrásarhagkerfinu, nýsköpun og orkuskiptum
  • Þekking á nýsköpunar-, frumkvöðla- og styrkjaumhverfi vegna þróunar- og rannsóknaverkefna er æskileg
  • Rík samskiptahæfni og færni í að koma frá sér efni
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Reynsla af verkefnastjórn er kostur
  • Góð færni í íslensku og ensku


Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi. 


Sækja um starf



Umsóknarfrestur er til og með 15. september nk.



Nánari upplýsingar veita:

Geirlaug Jóhannsdóttir, 
geirlaug@hagvangur.is

Inga Steinunn Arnardóttir, 
inga@hagvangur.is



Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.