Blog Layout

Vilt þú vinna með okkur? Laus störf hjá Eimi

ágú. 29, 2024

Tvö ný störf hjá Eimi á Norðurlandi vestra


Verkefnastjóri með áherslu á styrkjasókn


Eimur leitar að öflugum einstaklingi til að vera leiðandi í skrifum á umsóknum fyrir hönd Eims í innlenda og erlenda styrktarsjóði, og þar með móta hlutverk Eims í nýjum rannsókna- og þróunarverkefnum. Verkefnastjóri vinnur náið með framkvæmdastjóra Eims og eftir atvikum öðru starfsfólki og samstarfsaðilum Eims. Starfsstöð verkefnastjóra er á Norðurlandi vestra.


Helstu verkefni:

  • Vinna að mótun og þátttöku Eims í innlendum og erlendum rannsókna- og þróunarverkefnum sem snúa að orkuskiptum og innleiðingu hringrásarhagkerfis
  • Vera leiðandi í skrifum á umsóknum í innlenda og erlenda styrktarsjóði, t.a.m. sjóði ESB
  • Aðstoð við að koma verkefnum Eims á framfæri
  • Verkefnastjórn einstakra verkefna
  • Teymisvinna með Bláma, Orkídeu og Eygló


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meistara eða doktorspróf sem nýtist í starfi
  • Starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af gerð styrkumsókna í innlenda og erlenda sjóði
  • Haldbær þekking á nýsköpunar-, frumkvöðla- og styrkjaumhverfi vegna þróunar- og rannsóknaverkefna
  • Reynsla af verkefnastjórn
  • Rík samskiptahæfni og færni í að koma frá sér efni
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði vinnubrögðum
  • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku er skilyrði

Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi. 


Sækja um starf

Verkefnastjóri


EIMUR leitar að verkefnastjóra til að sinna verkefnum sem snúa að uppbyggingu og þróun á sviði hringrásarhagkerfisins, orkuskipta og nýsköpunar.
 Verkefnastjóri vinnur náið með starfsfólki Eims og hagaðilum í nærsamfélaginu. Starfsstöð verkefnastjóra er á Norðurlandi vestra.


Helstu verkefni:

  • Virk þátttaka í öflun nýrra verkefna
  • Verkefnastjórn og eftirfylgni
  • Söfnun, greining og úrvinnsla gagna
  • Þátttaka í umsóknaskrifum
  • Samskipti og samstarf við hagaðila
  • Teymisvinna með Bláma, Orkídeu og Eygló

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á hringrásarhagkerfinu, nýsköpun og orkuskiptum
  • Þekking á nýsköpunar-, frumkvöðla- og styrkjaumhverfi vegna þróunar- og rannsóknaverkefna er æskileg
  • Rík samskiptahæfni og færni í að koma frá sér efni
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Reynsla af verkefnastjórn er kostur
  • Góð færni í íslensku og ensku


Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi. 


Sækja um starf



Umsóknarfrestur er til og með 15. september nk.



Nánari upplýsingar veita:

Geirlaug Jóhannsdóttir, 
geirlaug@hagvangur.is

Inga Steinunn Arnardóttir, 
inga@hagvangur.is


Deila frétt

11 Sep, 2024
Bjarni Herrera í samstarfi við Eim býður til skrafs um sjálfbærni og fjármál, fimmtudaginn 19. september frá kl. 16:30-18:30 á Múlabergi, Akureyri. Bjarni kynnir nýlega bók sína Supercharging Sustainability: A big-picture overview of ESG 2.0 and sustainable finance (2024) , og Eimur fer yfir sín helstu verkefni og ræðir þau í samhengi við áskoranir sem snúa að því að raungera þau og fjármagna. Dagskrá *Birt með fyrirvara um breytingar 16:30 Húsið opnar 17:00 Erindi - Ottó Elíasson, Eimur 17:10 Opnun og kynning - Bjarni Herrera, Accrona 17:20 Pallborðsumræður Bjarni Herrera stýrir umræðum Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri hjá Eimi Jóhann Steinar Jóhannson, framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs Albertína Fr. Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE ... fleiri viðmælendur í panel auglýstir síðar. 18:00 Samantekt Léttar veitingar í boði eftir formlega dagskrá. Smelltu hér til að skrá þig. Hér má finna viðburðinn á Facebook. Hér má lesa meira um bók Bjarna Herrera.
03 Sep, 2024
Frá 2016 hefur Eimur unnið að bættri nýtingu auðlinda á Norðurlandi eystra með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Með inngöngu SSNV í Eim í síðustu viku, gafst tækifæri til að fara í breytingar á ásýnd og yfirbragði félagsins og sækja fram af enn meiri krafti, en starfsemi Eims nær nú yfir allt Norðurland. Í góðu samstarfi við hönnunar- og auglýsingastofuna USE Agency síðustu misseri, kynnum við með stolti, nýtt merki Eims sem dregur fram áherslur félagsins á sjálfbærni og nýsköpun.
28 Aug, 2024
Aukin tækifæri til atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar
Share by: