Vilt þú vinna með okkur? Laus störf hjá Eimi

Tvö ný störf hjá Eimi á Norðurlandi vestra
Verkefnastjóri með áherslu á styrkjasókn
Eimur leitar að öflugum einstaklingi til að vera leiðandi í skrifum á umsóknum fyrir hönd Eims í innlenda og erlenda styrktarsjóði, og þar með móta hlutverk Eims í nýjum rannsókna- og þróunarverkefnum. Verkefnastjóri vinnur náið með framkvæmdastjóra Eims og eftir atvikum öðru starfsfólki og samstarfsaðilum Eims. Starfsstöð verkefnastjóra er á Norðurlandi vestra.
Helstu verkefni:
- Vinna að mótun og þátttöku Eims í innlendum og erlendum rannsókna- og þróunarverkefnum sem snúa að orkuskiptum og innleiðingu hringrásarhagkerfis
- Vera leiðandi í skrifum á umsóknum í innlenda og erlenda styrktarsjóði, t.a.m. sjóði ESB
- Aðstoð við að koma verkefnum Eims á framfæri
- Verkefnastjórn einstakra verkefna
- Teymisvinna með Bláma, Orkídeu og Eygló
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Meistara eða doktorspróf sem nýtist í starfi
- Starfsreynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af gerð styrkumsókna í innlenda og erlenda sjóði
- Haldbær þekking á nýsköpunar-, frumkvöðla- og styrkjaumhverfi vegna þróunar- og rannsóknaverkefna
- Reynsla af verkefnastjórn
- Rík samskiptahæfni og færni í að koma frá sér efni
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði vinnubrögðum
- Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku er skilyrði
Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi.
Verkefnastjóri
EIMUR leitar að verkefnastjóra til að sinna verkefnum sem snúa að uppbyggingu og þróun á sviði hringrásarhagkerfisins, orkuskipta og nýsköpunar. Verkefnastjóri vinnur náið með starfsfólki Eims og hagaðilum í nærsamfélaginu. Starfsstöð verkefnastjóra er á Norðurlandi vestra.
Helstu verkefni:
- Virk þátttaka í öflun nýrra verkefna
- Verkefnastjórn og eftirfylgni
- Söfnun, greining og úrvinnsla gagna
- Þátttaka í umsóknaskrifum
- Samskipti og samstarf við hagaðila
- Teymisvinna með Bláma, Orkídeu og Eygló
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking á hringrásarhagkerfinu, nýsköpun og orkuskiptum
- Þekking á nýsköpunar-, frumkvöðla- og styrkjaumhverfi vegna þróunar- og rannsóknaverkefna er æskileg
- Rík samskiptahæfni og færni í að koma frá sér efni
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Reynsla af verkefnastjórn er kostur
- Góð færni í íslensku og ensku
Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi.
Umsóknarfrestur er til og með 15. september nk.
Nánari upplýsingar veita:
Geirlaug Jóhannsdóttir,
geirlaug@hagvangur.is
Inga Steinunn Arnardóttir,
inga@hagvangur.is
Deila frétt
