Skráning hafin á Akureyri Energy Seminar í Hofi

Verið velkomin á ráðstefnuna “Akureyri Energy Seminar: Sustainable Solutions for Remote Areas”, þriðjudaginn 6. maí nk. kl 13:00 - 16:30 í Hofi, Akureyri
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum.
Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag.
Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér:
https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar
Um RECET:
RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál.
Um Net Zero Islands Network:
Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu.
Dagskrá:
*með fyrirvara um breytingar
Opening Session: Setting the Stage for Energy Transition
13:00 – 13:05 Welcome Address
Ásthildur Sturludóttir, Mayor of Akureyri
13:05 – 13:25 Keynote: Policy & Vision for a Sustainable Future
Gestur Petursson, CEO, Icelandic Environment and Energy Agency
Learning from Best Practices: Success Stories Across Europe
13:25 – 13:40 The Samsø Experience: A Renewable Energy Success Story
Alexis Chatzimpiros, Project Manager, Samsø Energy Academy
13:40 – 13:50 The Net Zero Islands Network
Ditte Stiler, Adviser, Nordic Energy Research
13:50 – 14:05 Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET): Key Takeaways from Partners Across Europe
Marianne Ribes, Project Manager, Icelandic New Energy
Policy & Market Forces: Addressing the Challenges of Energy Transition
14:05 – 14:25 The Green Energy Transition of Iceland & National Transport Priorities.
Sigurður Friðleifsson, Head of Division, Icelandic Environment and Energy Agency
14:25 – 14:40 Impact of Oil Tax in Transport on Rural Communities
Skúli Gunnar Árnason, Head of Energy Transition, Eimur
14:40 – 15:00 | Coffee Break
Local & Regional Energy Transition Strategies
15:00 – 15:15 Development and Sustainability Agenda for Åland.
Yvonne Østerlund, Senior Engineer, Government of Åland
15:15 - 15:30 CET PLAN: A Regional Approach to Sustainable Energy Planning in Blekinge.
Anna Månsson, Project Manager, Energy Agency Southern Sweden
15:30 – 15:45 Across Energy Sector Policies of Scottish Local Authorities.
Daniel Gear, Director, Equitable Energy Research CIC
15:45 – 16:00 Developing a Roadmap for Nunavut, Canada.
Michael Ross, Industrial Research Chair of Northern Energy Innovation, Yukon University
Panel Discussion: Dissemination & Knowledge Sharing
16:00 – 16:30 | Panelists:
Ditte Stiler, Adviser, Nordic Energy Research
Sigurður Friðleifsson, Icelandic Environment and Energy Agency
Samsø Energy Academy
Carlos Tapia, Nordregio
Moderator: Ottó Elíasson, Managing Director at Eimur
16:30 - Closing Remarks and Mingling
Boðið verður uppá léttar veitingar í lok ráðstefnu!
Við hlökkum til að taka á móti ykkur í Hofi, þann 6 maí!
Deila frétt
