Blog Layout

3. september 2024

Eimur fær nýtt merki


Frá 2016 hefur Eimur unnið að bættri nýtingu auðlinda á Norðurlandi eystra með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi.


Með inngöngu SSNV í Eim í síðustu viku, gafst tækifæri til að fara í breytingar á ásýnd og yfirbragði félagsins og sækja fram af enn meiri krafti, en starfsemi Eims nær nú yfir allt Norðurland.


Í góðu samstarfi við hönnunar- og auglýsingastofuna USE Agency síðustu misseri, kynnum við með stolti, nýtt merki Eims sem dregur fram áherslur félagsins á sjálfbærni og nýsköpun.

Merkið sýnir þrjár einfaldar bylgjur eða öldur, sem geta táknað gufu, rafstauma eða náttúruöflin. Sérhver þessara þátta er lykill í því að knýja Ísland með grænni orku. Saman mynda öldurnar stafinn „M“, sem vísar í nafn félagsins. 


Merkið er hannað í nútímalegum og einföldum stíl sem tímalaus táknmynd um markmið okkar til nýtingar náttúru og tækni fyrir sjálfbærri framtíð.




Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: