24. júní 2024
Sumarverkefni Eims og Eflu um olíunotkun í sveitarfélögum

Eimur og Efla
leiða saman hesta sína í úttekt á olíunotkun sveitarfélaga á Íslandi. Úttektin er hluti af RECET verkefninu sem snýst um að efla getu sveitarfélaganna til að takast á við orkuskipti, lögð verður áhersla á sveitarfélögin á Norðurlandi eystra og Vestfjörðum sem eru einmitt viðfang RECET.
Til verksins var ráðinn í sumarstarf til Eflu Sindri Dagur Sindrason sem er með BSc í vélaverkfræði, en Ágústa Steinunn Loftsdóttir, sem situr einmitt í ráðgjafaráði RECET verkefnisins sinnir leiðbeiningu innan Eflu, auk starfsfólks Eims.
Markmiðið er að birta niðurstöðurnar á skýrsluformi með haustinu, en það getur þá nýst sem byrjunarreitur fyrir áætlanagerð sveitarfélaga sem hafa takmarkaða hugmynd um olíunotkun innan sinna marka. Einn þáttur í RECET verkefninu er svo að þróa stafrænt mælaborð þar sem þessar upplýsingar verða gerðar aðgengilegar á vefnum með myndrænum hætti. Í dag eru þessar upplýsingar aðeins aðgengilegar fyrir landið allt, vegnum gagnagáttir Orkustofnunar, en hér á að brjóta notkunina betur niður landfræðilega.
Við hlökkum til samstarfsins!
Deila frétt

RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu.