Blog Layout

24. júní 2024

Sumarverkefni Eims og Eflu um olíunotkun í sveitarfélögum

Eimur og Efla leiða saman hesta sína í úttekt á olíunotkun sveitarfélaga á Íslandi. Úttektin er hluti af RECET verkefninu sem snýst um að efla getu sveitarfélaganna til að takast á við orkuskipti, lögð verður áhersla á sveitarfélögin á Norðurlandi eystra og Vestfjörðum sem eru einmitt viðfang RECET.

Til verksins var ráðinn í sumarstarf til Eflu Sindri Dagur Sindrason sem er með BSc í vélaverkfræði, en Ágústa Steinunn Loftsdóttir, sem situr einmitt í ráðgjafaráði RECET verkefnisins sinnir leiðbeiningu innan Eflu, auk starfsfólks Eims.

Markmiðið er að birta niðurstöðurnar á skýrsluformi með haustinu, en það getur þá nýst sem byrjunarreitur fyrir áætlanagerð sveitarfélaga sem hafa takmarkaða hugmynd um olíunotkun innan sinna marka. Einn þáttur í RECET verkefninu er svo að þróa stafrænt mælaborð þar sem þessar upplýsingar verða gerðar aðgengilegar á vefnum með myndrænum hætti. Í dag eru þessar upplýsingar aðeins aðgengilegar fyrir landið allt, vegnum gagnagáttir Orkustofnunar, en hér á að brjóta notkunina betur niður landfræðilega.

Við hlökkum til samstarfsins!

Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: