Blog Layout

8. ágúst 2024

Vefsvæði Líforkuvers formlega opnað af matvælaráðherra

Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra í vikunni. Vefurinn er á vegum þróunarfélagsins Líforkuver sem vinnur að uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði, þar sem áformað er að taka við dýraleifum til vinnslu.

Vefurinn mun veita aðgang að upplýsingum um framgang verkefnisins og mikilvægi þess fyrir samfélagið. Opnun vefsvæðisins undirstrikar áform stjórnvalda um að styrkja innviði sem stuðla að bættri vinnslu lífræns úrgangs að fyrirmynd hringrásarhagkerfisins.

„Samkvæmt áætlun er markmiðið að árið 2028 geti líforkuver tekið við tíu þúsund tonnum af lífrænu efni. Fyrir því mun ég berjast og stend heilshugar með því að líforkuver eigi að rísa hér vestan Akureyrar á Dysnesi” sagði matvælaráðherra við opnun vefsins.„Líforkuverið í Dysnesi verður hjartað í þessu kerfi. Það er ekki aðeins endapunktur fyrir söfnun dýraafurða, heldur einnig dæmi um hvernig við getum breytt úrgangi í verðmæti; breytt því sem áður var vandamál í tækifæri fyrir orkuvinnslu og endurnýtingu í anda hringrásarhagkerfisins”.

Sjá viðtöl og fréttir: 

Heimir Örn Árnason, bæjarfulltrúi á Akureyri setti viðburðinn

Kristín Helga Schiöth, framkvæmdastjóri Líforkuvers ehf. sagði gestum frá verkefninu og því sem framundan er.

Um 40 manns sóttu viðburðinn sem fram fór í Hofi, þriðjudaginn 6. ágúst sl.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra fór með ávarp og opnaði formlega vefsvæðið www.liforka.is 

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri og Albertína Fr. Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE.

Teymi Líforkuvers ehf. Katla Eiríksdóttir, Kristín Helga Schiöth, Karen Mist Kristjánsdóttir og Kolfinna María Níelsdóttir. 


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: