8. ágúst 2024

Vefsvæði Líforkuvers formlega opnað af matvælaráðherra

Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra í vikunni. Vefurinn er á vegum þróunarfélagsins Líforkuver sem vinnur að uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði, þar sem áformað er að taka við dýraleifum til vinnslu.

Vefurinn mun veita aðgang að upplýsingum um framgang verkefnisins og mikilvægi þess fyrir samfélagið. Opnun vefsvæðisins undirstrikar áform stjórnvalda um að styrkja innviði sem stuðla að bættri vinnslu lífræns úrgangs að fyrirmynd hringrásarhagkerfisins.

„Samkvæmt áætlun er markmiðið að árið 2028 geti líforkuver tekið við tíu þúsund tonnum af lífrænu efni. Fyrir því mun ég berjast og stend heilshugar með því að líforkuver eigi að rísa hér vestan Akureyrar á Dysnesi” sagði matvælaráðherra við opnun vefsins.„Líforkuverið í Dysnesi verður hjartað í þessu kerfi. Það er ekki aðeins endapunktur fyrir söfnun dýraafurða, heldur einnig dæmi um hvernig við getum breytt úrgangi í verðmæti; breytt því sem áður var vandamál í tækifæri fyrir orkuvinnslu og endurnýtingu í anda hringrásarhagkerfisins”.

Sjá viðtöl og fréttir: 

Heimir Örn Árnason, bæjarfulltrúi á Akureyri setti viðburðinn

Kristín Helga Schiöth, framkvæmdastjóri Líforkuvers ehf. sagði gestum frá verkefninu og því sem framundan er.

Um 40 manns sóttu viðburðinn sem fram fór í Hofi, þriðjudaginn 6. ágúst sl.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra fór með ávarp og opnaði formlega vefsvæðið www.liforka.is 

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri og Albertína Fr. Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE.

Teymi Líforkuvers ehf. Katla Eiríksdóttir, Kristín Helga Schiöth, Karen Mist Kristjánsdóttir og Kolfinna María Níelsdóttir. 


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.