Blog Layout

19. ágúst 2024

Orkusjóður úthlutar 20 milljónum í uppbyggingu metanvers á Dysnesi

Á föstudaginn voru kynntar úthlutanir úr Orkusjóð, en sjóðurinn úthlutaði 1,342 milljónum króna í almenna styrki til orkuskipta á þessu ári og hefur heildarupphæð fyrir almenna auglýsingu aldrei verið hærri. Verkefnin sem hlutu styrk eru af ýmsum stærðum og koma til framkvæmda víða um land og hafa það að markmiði að draga hratt úr losun. 

Eimur hlaut 20 milljón kr. í styrk til að vinna áfram að uppbyggingu metanvers á Dysnesi, og tryggja þannig stöðugt framboð að metangasi á samgöngutæki á Norðurlandi.

Orkuskipti hafa verið í brennidepli undanfarin misseri. Þau eru óhjákvæmileg ef Ísland ætlar að standast skuldbindingar sínar í loftslagsmálum um 55% samdrátt í losun 2030, og jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2040. Til að ná þessu markmiði þarf að framleiða meiri orku á Íslandi, en í umræðunni hefur nánast verið einblínt á aukna raforkuframleiðslu til þess að anna þessum orkuskiptum, þar sem því er ýmist hlaðið beint á rafhlöður eða umbreytt í rafeldsneyti.

Önnur leið, sem umtalsvert minni gaumur hefur verið gefinn er að framleiða lífeldsneyti úr lífmassa, sem er afar vannýtt auðlind á Íslandi og getur leikið mun stærra hlutverk í orkuskiptum.

,,Það býr mikil orka í lífmassanum á svæðinu sem nýta má til orkuskipta, en raunhæft er að líforka geti staðið undir um 10% af orkuþörf samgangna svæðisins”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri hjá Eimi.

Eimur vinnur að uppbyggingu á metanveri í góðu samstarfi við Líforkuver ehf. sem undirbýr vinnslu fyrir dýrahræ á Dysnesi. Að auki verður unnið með Orkídeu, systurverkefni Eims á Suðurlandi, sem hafa unnið að uppbyggingu metanvers á suðurlandsundirlendinu og Vistorku á Akureyri.

Sjá nánar um úthlutun úr orkusjóði á heimasíðu Orkustofnunar.

Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: