Blog Layout

13. júní 2024

Nýstárleg tækni vatnshreinsikerfa - Eimur á IFAT

Karen Mist Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Eimi tók nýlega þátt í hinni virtu IFAT ráðstefnu og vörusýningu í Þýskalandi. IFAT, sem er ein stærsta alþjóðlega sýningin á sviði umhverfis- og vatnsstjórnunar í heimi, er haldin annað hvert árt og er vettvangur fyrir fjölbreytt úrval af sýnendum, nýjustu tækni, og fræðsluviðburðum sem miða að því að bæta umhverfis- og vatnsstjórnun um allan heim.

Viðburðurinn var haldinn dagana 13.-17. maí sl. í Messe München, þar sem þúsundir þátttakenda komu saman til að læra, deila þekkingu og kanna nýjustu þróun í iðnaðinum.



Mynd: Hér er verið að sýna hvernig sækja má varma í fráveitu og nýta í t.d. hitaveitu með einföldum varmaskipti.

 
Eimur nýtti tækifærið til að kynnast nýjungum á þessu sviði og heimsótti Karen meðal annars Golsteig ostaverksmiðjuna til að skoða vatnshreinsikerfi. Þar er vatnið hreinsað með efnafræðilegri og líffræðilegri hreinsun frá +5000 mg/l COD niður í 30 mg/l COD áður en vatninu er dælt í hreinsistöð bæjarins. Seyran er afvötnuð upp í +25% þurrefni og send í lífgas framleiðslu til frekari verðmætasköpunar, en fyrst eru mestu verðmætin (fitan) skilin frá og geymdi í tanki. Fitan er einnig send í lífgas framleiðslu, en þetta efni hefur töluvert hærra verðgildi og framleiðir mun meiri orku.



Mynd: Frá Goldsteig ostaverksmiðjunni. Vatnið hreinsað - seyran afvötnuð og fitan geymd í tanki.


Karen Mist hafði þetta að segja um þátttökuna: "IFAT er frábær vettvangur fyrir Eim til að efla tengsl við aðra lykilaðila í umhverfis- og vatnsstjórnunarheiminum og kynna okkur nýsköpun á því sviði, ræða nýjustu tækni, lausnir og hugmyndir á sviði umhverfistækni. Við erum afar ánægð með þátttökuna og hlökkum til að fylgja eftir þeim tækifærum sem sköpuðust."


Nánar um IFAT hér



Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: