Blog Layout

22. febrúar 2024

Opið fyrir skráningu í hugmyndasmiðju um iðnað og endurnýtingu

Svart og gult lógó fyrir krubbur hugmyndahradhlauf

Krubburinn er tveggja daga hugmyndasmiðja sem haldin verður á Húsavík 8.-9. mars 2024. Í smiðjunni er unnið með hugmyndir að lausnum sem tengjast nýtingu hráefnis sem fellur til á Húsavík og munu fyrirtæki á svæðinu kynna áskoranir sínar í þeim efnum. Fyrirlesarar munu einnig fræða okkur um aðferðir sem nýtast við þróun og framsetningu nýsköpunarhugmynda. Hugmyndasmiðjan er fyrir alla áhugasama á aldrinum 16 ára og eldri. Vegleg verðlaun eru fyrir bestu hugmyndirnar.

Hvað er Krubbur?
Hugmyndahraðhlaupið dregur nafn sitt af Krubbi og svokölluðu Krubbsveðri sem skapast í ákveðinni vindátt á Húsavík. Veðrinu fylgir svo mikill stormur að fólk heldur sig innan dyra meðan hann geysar. Vonast er eftir alvöru Krubbsstormi í hugum þátttakenda meðan á hlaupinu stendur!

Samstarfsaðilar verkefnisins eru Hraðið - Miðstöð nýsköpunar á Húsavík, KLAK Icelandic Startups, Eimur, Norðanátt, PCC Bakki Silicon, Íslenska Gámafélagið, Norðurþing, SSNE, Ocean Missions, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Háskóli Íslands.

Skráning fer fram á vefsíðu Hraðsins: https://www.hic.is/krubbur  og er þátttaka ókeypis!

Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband á kolfinna@eimur.is eða á vefsíðu Hraðsins 


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: