Ársfundur Orkustofnunar fór fram í Hofi á Akureyri, fimmtudaginn 26. september sl. Fundurinn var vel sóttur og var boðið upp á fjölbreyttar kynningar og umræður um orkumál, framtíðarsýn og áskoranir. Á fundinum voru einnig sýnd myndbönd, meðal annars frá HS Orku, Landsvirkjun og fleiri fyrirtækjum, sem varpa ljósi á hvernig orkumál og nýsköpun hafa áhrif á atvinnulífið.
Á fundinum fór Karen Mist Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Eimi með erindi um nýsköpun í líforku og nýtingu lífrænna auðlinda og tók einnig þátt í áhugaverðum pallborðsumræðum um tækni, nýtni og nýsköpun í atvinnulífinu.
Á vef
Orkustofnunar má finna nánar um dagskrá fundarins og jafnframt fréttir frá einstökum erindum.
Hér má finna upptöku af fundinum (Erindi Karenar hefst á mín 2:26:50)
Við þökkum Orkustofnun fyrir góðan fund og gestum fyrir áheyrnina.
Karen Mist Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Eimi. Ljósmynd/ Axel Þórhallson
Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri
Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra
Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku
Sigurður Friðleifsson hjá Orkustofnun
Pallborðsumræður um tækni, nýtni og nýsköpun í atvinnulífinu
Fjölmennt var á ársfundi Orkustofnunar