Blog Layout

30. september 2024

Nýsköpun í líforku og nýting lífrænna auðlinda - Ársfundur Orkustofnunar

Ársfundur Orkustofnunar fór fram í Hofi á Akureyri, fimmtudaginn 26. september sl. Fundurinn var vel sóttur og var boðið upp á fjölbreyttar kynningar og umræður um orkumál, framtíðarsýn og áskoranir. Á fundinum voru einnig sýnd myndbönd, meðal annars frá HS Orku, Landsvirkjun og fleiri fyrirtækjum, sem varpa ljósi á hvernig orkumál og nýsköpun hafa áhrif á atvinnulífið.


Á fundinum fór Karen Mist Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Eimi með erindi um nýsköpun í líforku og nýtingu lífrænna auðlinda og tók einnig þátt í áhugaverðum pallborðsumræðum um tækni, nýtni og nýsköpun í atvinnulífinu.


Á vef
Orkustofnunar má finna nánar um dagskrá fundarins og jafnframt fréttir frá einstökum erindum.


Hér má finna upptöku af fundinum (Erindi Karenar hefst á mín 2:26:50)


Við þökkum Orkustofnun fyrir góðan fund og gestum fyrir áheyrnina.


  • Slide title

    Karen Mist Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Eimi. Ljósmynd/ Axel Þórhallson

    Button
  • Slide title

    Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri

    Button
  • Slide title

    Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra

    Button
  • Slide title

    Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku

    Button
  • Slide title

    Sigurður Friðleifsson hjá Orkustofnun

    Button
  • Slide title

    Pallborðsumræður um tækni, nýtni og nýsköpun í atvinnulífinu

    Button
  • Slide title

    Fjölmennt var á ársfundi Orkustofnunar

    Button

Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: