Blog Layout

16. september 2024

Orkuskipti í haftengdri starfsemi á Norðurlandi eystra

Orkuskipti í fólksbílaflota landmanna eru á þokkalegu skriði, en orkuskipti í haftengdri starfsemi eru talsvert skemur á veg komin, þó nokkur gróska sé í þeim efnum víða um land.


Einn af þeim þáttum sem huga þarf að er væntanleg aflþörf í raforku við hafnir landsins. Skip og bátar hafa ólíka aflþörf og er mikilvægt að skilja hvaða orkugjafar eru líklegir til að henta hverjum notanda.


Eimur hefur nú unnið skýrslu þar sem áhrif væntanlegrar rafvæðingar allra hafna á Norðurlandi eystra hefur verið greind út frá stærð flota í heimahöfn og vænt umfang þeirra metið. Verkefnið var styrkt af Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar og LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins gegnum verkefnið Rural Europe for the Clean Energy transition (RECET). 


Innviðir ekki vandamál

Ein mikilvægasta niðurstaðan í skýrslunni er að ekkert innviðavandamál er til staðar fyrir orkuskipti smærri báta og skipa. Víða þarf að fjárfesta í öflugri raftengingum sem bera á bilinu 1-3 MW, en sums staðar, t.d. á Akureyri og í stærri plássum, ber rafkerfið þetta eins og það er sett upp í dag.


Skynsamlegt að móta stefnu um móttöku stærri skipa

Þegar kemur að stærri skipum er myndin önnur. Það þarf að hugsa heildstætt hvar stórir bátar eiga að leggjast að í framtíðinni, því það er ekki endilega sjálfgefið að allar hafnir eigi að byggja upp raforkukerfi sem geta tekið á móti togurum, flutningaskipum og skemmtiferðaskipum. Skynsamlegt væri að móta stefnu um móttöku stærri skipa.


Orkuskiptin verða ekki til af sjálfu sér. Skammur tími er til stefnu fram til ársins 2040 og því ríður á að byrja strax að setja orkuskipti í samhengi við skipulag hafnarsvæða svo unnt sé að taka betri ákvarðanir tímanlega um innviðauppbyggingu sem styður við ferlið.


Smelltu hér til að lesa skýrsluna



Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: