Eimur og SSNE hafa nú lokið röð vinnustofa í tengslum við RECET-verkefnið sem snýst um orkuskipti í dreifðum byggðum. Sveitarfélög innan SSNE fengu öll boð um þátttöku í þessari vinnu, sem hefur það markmið að efla getu þeirra til að takast á við orkuskipti og móta raunhæfar aðgerðaáætlanir. Þessar áætlanir munu síðan mynda grunn að aðgerðamiðaðri heildarstefnu fyrir Norðurland eystra.
Vinnustofurnar voru sérstaklega ætlaðar starfsfólki á umhverfis- og skipulagssviðum sveitarfélaga, kjörnum fulltrúum, sveitarstjórum og fulltrúum orku- og veitufyrirtækja. Þær fóru fram í október og nóvember og lögðu áherslu á hvernig sveitarfélög geta nýtt skipulagsmál og stjórnsýslu til að hraða orkuskiptum og draga úr bruna jarðefnaeldsneytis innan sinna marka.
Fyrsta vinnustofa RECET á Norðurlandi eystra fór fram undir lok október á Hótel Skúlagarði í Kelduhverfi. Þar komu saman 10 fulltrúar frá sveitarfélögunum Langanesbyggð, Þingeyjarsveit og Norðurþingi. Þátttakendur unnu að mótun aðgerða sem geta greitt leið orkuskipta í þeirra byggðarlögum. Markmiðið er að hverju sveitarfélagi verði útbúin orkuskiptaáætlun sem hluti af heildstæðri loftslagsáætlun. Áherslan var bæði á skipulagsmál og stjórnsýslulegar leiðir til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og stuðla að sjálfbærni.
Vinnustofur RECET um orkuskipti fóru fram eftirfarandi daga:
Við viljum þakka öllum þátttakendum kærlega fyrir að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur!