21. nóvember 2024

Vel heppnaðar vinnustofur um orkuskipti - RECET

Eimur og SSNE hafa nú lokið röð vinnustofa í tengslum við RECET-verkefnið sem snýst um orkuskipti í dreifðum byggðum. Sveitarfélög innan SSNE fengu öll boð um þátttöku í þessari vinnu, sem hefur það markmið að efla getu þeirra til að takast á við orkuskipti og móta raunhæfar aðgerðaáætlanir. Þessar áætlanir munu síðan mynda grunn að aðgerðamiðaðri heildarstefnu fyrir Norðurland eystra.


Vinnustofurnar voru sérstaklega ætlaðar starfsfólki á umhverfis- og skipulagssviðum sveitarfélaga, kjörnum fulltrúum, sveitarstjórum og fulltrúum orku- og veitufyrirtækja. Þær fóru fram í október og nóvember og lögðu áherslu á hvernig sveitarfélög geta nýtt skipulagsmál og stjórnsýslu til að hraða orkuskiptum og draga úr bruna jarðefnaeldsneytis innan sinna marka.



Fyrsta vinnustofa RECET á Norðurlandi eystra fór fram undir lok október á Hótel Skúlagarði í Kelduhverfi. Þar komu saman 10 fulltrúar frá sveitarfélögunum Langanesbyggð, Þingeyjarsveit og Norðurþingi. Þátttakendur unnu að mótun aðgerða sem geta greitt leið orkuskipta í þeirra byggðarlögum. Markmiðið er að hverju sveitarfélagi verði útbúin orkuskiptaáætlun sem hluti af heildstæðri loftslagsáætlun. Áherslan var bæði á skipulagsmál og stjórnsýslulegar leiðir til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og stuðla að sjálfbærni.

Vinnustofur RECET um orkuskipti fóru fram eftirfarandi daga:

  • 28. október: Norðurþing, Þingeyjarsveit og Langanesbyggð
  • 30. október: Akureyrarbær
  • 5. nóvember: Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð
  • 13. nóvember: Grýtubakkahreppur og Svalbarðsstrandarhreppur
  • 19. nóvember: Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit


Við viljum þakka öllum þátttakendum kærlega fyrir að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur!



Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.