Blog Layout

21. nóvember 2024

Vel heppnaðar vinnustofur um orkuskipti - RECET

Eimur og SSNE hafa nú lokið röð vinnustofa í tengslum við RECET-verkefnið sem snýst um orkuskipti í dreifðum byggðum. Sveitarfélög innan SSNE fengu öll boð um þátttöku í þessari vinnu, sem hefur það markmið að efla getu þeirra til að takast á við orkuskipti og móta raunhæfar aðgerðaáætlanir. Þessar áætlanir munu síðan mynda grunn að aðgerðamiðaðri heildarstefnu fyrir Norðurland eystra.


Vinnustofurnar voru sérstaklega ætlaðar starfsfólki á umhverfis- og skipulagssviðum sveitarfélaga, kjörnum fulltrúum, sveitarstjórum og fulltrúum orku- og veitufyrirtækja. Þær fóru fram í október og nóvember og lögðu áherslu á hvernig sveitarfélög geta nýtt skipulagsmál og stjórnsýslu til að hraða orkuskiptum og draga úr bruna jarðefnaeldsneytis innan sinna marka.



Fyrsta vinnustofa RECET á Norðurlandi eystra fór fram undir lok október á Hótel Skúlagarði í Kelduhverfi. Þar komu saman 10 fulltrúar frá sveitarfélögunum Langanesbyggð, Þingeyjarsveit og Norðurþingi. Þátttakendur unnu að mótun aðgerða sem geta greitt leið orkuskipta í þeirra byggðarlögum. Markmiðið er að hverju sveitarfélagi verði útbúin orkuskiptaáætlun sem hluti af heildstæðri loftslagsáætlun. Áherslan var bæði á skipulagsmál og stjórnsýslulegar leiðir til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og stuðla að sjálfbærni.

Vinnustofur RECET um orkuskipti fóru fram eftirfarandi daga:

  • 28. október: Norðurþing, Þingeyjarsveit og Langanesbyggð
  • 30. október: Akureyrarbær
  • 5. nóvember: Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð
  • 13. nóvember: Grýtubakkahreppur og Svalbarðsstrandarhreppur
  • 19. nóvember: Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit


Við viljum þakka öllum þátttakendum kærlega fyrir að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur!



Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: