Blog Layout

11. nóvember 2024

Nýta glatvarma frá gagnaveri til matvælaframleiðslu

Markmið samstarfsins að efla íslenskan landbúnað

Hringvarmi, frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur að þróun sjálfbærra lausna í matvælaframleiðslu með nýtingu glatvarma, hlaut styrk úr Matvælasjóði árið 2023 til að styðja við þróun á aðferðum sem gera kleift að nýta varma frá gagnaverum í framleiðsluferli.
Eimur tók þátt í umsóknarferlinu á sínum tíma og sinnti mikilvægu starfi við úttekt og hönnun verkefnisins.

Styrkumsókn Matvælasjóðsverkefnisins byggði á frumhönnun á framleiðslueiningum, sem miða að því að nýta glatvarmann frá gagnaverum sem annars fara til spillis og gert „kvöldverð úr gögnum eða „data to dinner“. Hringvarmi mun nýta gámaeiningar til að hámarka nýtingu glatvarma frá gagnaverum, en Eimur vann meðal annars að mati á umfangi varmaendurheimtar frá gagnaverinu hjá atNorth á Akureyri og varmaþörf framleiðslueininga Hringvarma. Þá tók Eimur þátt í frumhönnun á útfærslu búnaðarins sem mun nýta varma í einingum Hringvarma.


Hringvarmi er stofnað af Alexöndru Leeper og Justine Vanhalst, sem hafa unnið ötullega að þróun hugmyndarinnar og vinna nú að því að setja upp frumgerð búnaðar síns í ICE03 gagnaverinu hjá atNorth á Akureyri. Með verkefninu verður varmi frá gagnaverinu nýttur til að rækta grænspírur (e. microgreens) í samstarfi við fyrirtækið Rækta Microfarm á Akureyri.


„The team at Eimur have been a great source of support, connection and knowledge from the early days of developing our Hringvarmi concept and we especially look forward to continuing our collaboration as our latest partnership with atNorth in Akureyri begins!“ , segja Alexandra og Justine um samstarf Hringvarma og Eims.


Verkefnið er mikilvægur liður í að þróa umhverfisvænar lausnir fyrir matvælaiðnaðinn og sýnir hvernig hægt er að nýta græna tækni til að stuðla að sjálfbærni.


„Okkur er mikil ánægja að vera með í vistkerfi hátæknigagnavera atNorth. Markmið samstarfsins er að efla íslenskan landbúnað og draga úr þörf fyrir innfluttar vörur um leið og við leggjum lóð á vogarskál hringrásarhagkerfisins á Íslandi,“ er haft eftir Justine Vanhalst, meðstofnanda Hringvarma, í tilkynningu atNorth.


Við fögnum þessum áfanga og hlökkum til áframhaldandi samstarf við verkefnið.



Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: