Fyrirtækið Hringvarmi , sem vinnur að þróun á aðferðum til nýtingar glatvarma frá gagnaverum til matvælaframleiðslu hlaut nýverið styrk úr Matvælasjóði , en Eimur var þátttakandi í þeirri umsókn og ábyrgur fyrir hluta verkefnisins í samstarfi við teymi Hringvarma og AtNorth. Fyrirtækið er hugarfóstur þeirra Alexöndru Leeper og Justine Vanhalst, sem hafa unnið að þróun þess um nokkurt skeið.
Matvælasjóðsverkefnið sneri að því að leggja fram frumhönnun á framleiðslueiningum Hringvarma, sem geta nýtt glatvarmann frá gagnaverum og gert „kvöldverð úr gögnum (e. data to dinner)“. Gert er ráð fyrir að nýta gámaeiningar til verksins. Eimur vann m.a. mat á mögulegu umfangi varmaendurheimtar frá AtNorth á Akureyri, varmaþörf framleiðslueininga Hringvarma, og lagði til frumhönnun á útfærslu búnaðar til varmaendurheimtar í einingum Hringvarma.
Við þökkum Hringvarma teyminu kærlega fyrir ánægjulegt og lærdómsríkt samstarf.
Frá kickoff fundi verkefnisins: efri röð t.v. Justine Vanhalst - Hringvarmi, Guðriur Helgadóttir - FSU, Benedikt Gröndal - AtNorth, Ottó Elíasson - Eimur, Bryndís Steina Friðgeirsdóttir og Andri Sæmundsson - Fablab Reykjavik) og Paula Gould - Floatand Gather.