Blog Layout

20. desember 2023

Eimur á orkuráðstefnu í Tallinn

Í síðustu viku fór Eimur sem staðgengill Umhverfis-, orku og loftlagsráðuneytisins á orkuráðstefnu Norður- og Eystrasaltslandanna (e. Nordic-Baltic Energy Conference 2023) sem haldin var í Tallin, Eistlandi dagana 11.-12. desember sl.

Skúli Gunnar Árnason, verkefnastjóri RECET hélt þar erindi undir yfirskriftinni “Energy policy on the local level. Planning and implementing energy actions with local authorities”.  Á ráðstefnunni kynnti Skúli verkefnið Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET) , sem nýlega hlaut styrk sem nemur um 1,5 milljónum evra (225 M ISK) úr LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins. Í erindi sínu talaði Skúli um markmið þess verkefnis, þ.e. að stuðla að orkuskiptum og áætlanagerð í orkuskiptum í dreifðum byggðum. Erindinu var vel tekið og bárust áhugaverðar spurningar úr sal ásamt því að ráðstefnugestir tengdu margir við þau vandamál sem fylgja dreifðum byggðum og hlökkuðu til að sjá árangur verkefnisins og hvort það gæti nýst í þeirra eigin heimabyggð.

Fjölmörg erindi voru flutt á ráðstefnunni m.a. um breyttar Evrópu tilskipanir með hertum markmiðum um hlutfall endurnýtanlegra orkugjafa af heildarorkunni, RED, neðanjarðar orkugeymslumöguleika bæði fyrir vetni og fyrir vatn (pumped storage) ásamt því að erindi voru flutt um vetni og hlutverk þess í orkublöndu framtíðar.

 

 


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: