Blog Layout

20. desember 2023

Glatvarmi á Bakka hlýtur styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra

Verkefnið Glatvarmi á Bakka fékk nýverið úthlutaðan styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra.

Glatvarmi á Bakka er samstarfsverkefni Eims, PCC BakkiSilicon og Orkuveitu Húsavíkur. Markmið verkefnisins er að svara því hvort hagkvæmt sé að nýta glatvarma frá verksmiðju PCC BakkiSilicon á Bakka við Húsavík, ýmist í aðra iðnaðarstarfsemi eða fyrir hitaveitu á svæðinu.

Í verkefninu felst söfnun og greining gagna sem nauðsynleg eru fyrir hagkvæmnigreiningu á föngun glatvarma sem myndast í kælikerfi PCC Silicon á Bakka fyrir utan Húsavík. Markmiðið er að sjá hvort það sé hagkvæmt að nýta varmann í uppbyggingu hitaveitu á Bakka þar sem uppbygging Græns Iðngarðs mun eiga sér stað á næstu árum og sú leið borin saman við kostnað á hefðbundinni framlengingu dreifikerfis Orkuveitu Húsavíkur frá Húsavík og að Bakka.

Alls bárust 123 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra í ár. Þar af voru 70 menningarverkefni, 43 atvinnu- og nýsköpunarverkefni og 10 stofn- og rekstrarstyrkir. Veittir voru 76 styrkir að heildarupphæð 73.592.200 kr., ef af þeim voru 44 fyrir menningarverkefni, 23 fyrir atvinnu- og nýsköpunarverkefni og 9 stofn- og rekstrarstyrkir.

Úthlutunin úr Sóknaráætlun er fjármögnuð af menningar- og viðskiptaráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og sveitarfélögum Norðurlands eystra.

 


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: