Blog Layout

11. desember 2024

3,5 milljarða styrkur til að tryggja vatnsgæði á Íslandi

Verkefnið á meðal annars að auka þekkingu á ástandi vatns á Íslandi 

Umhverfisstofnun, ásamt 22 samstarfsaðilum, hefur hlotið um 3,5 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til að vinna að fjölbreyttum verkefnum til að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.
Verkefnið ber yfirskriftina
LIFE ICEWATER og er ætlað að: 

 

  • Auka þekkingu á notkun, eiginleikum og ástandi vatns á Íslandi 
  • Tryggja fumlausa og samhæfða stjórnsýslu þegar kemur að vatnamálum 
  • Bæta vatnsgæði, til dæmis með úrbótum í fráveitu og hreinsun á fráveituvatni 
  • Fræða almenning og hagaðila um mikilvægi vatns 

 

Með LIFE ICEWATER gefast tækifæri til nýsköpunar í stjórnsýslunni með þverfaglegu samstarfi ýmissa aðila með það fyrir augum að bæta vatnsgæði um allt land, auk þess að hámarka ábata samfélagsins af slíkum aðgerðum. 


Einn stærsti styrkur sem fengist hefur

Styrkurinn fyrir LIFE ICEWATER er einn sá stærsti sem Ísland hefur fengið. Umfang verkefnanna sem samstarfshópurinn hefur sett saman er samtals um 5,8 milljarðar króna. LIFE áætlun Evrópusambandsins styrkir verkefnið um 60% eða samtals um 3,5 milljarða sem dreifast á samstarfshópinn og verða verkefnin unnin á árunum 2025-2030. 


Verkefninu er skipt upp í 7 hluta. Eimur mun vinna verkefni um verðmætasköpun úr lífrænum efnum sem finnast í fráveituvatni með Orkuveitu Húsavíkur og Gefn, með áherslu á framleiðslu á orkugjöfum úr þeim lífmassa. Á mynd hér fyrir neðan má sjá yfirlit aðgerða undir hverjum verkhluta:


Þverfaglegt samstarf 22 hagsmunaaðila
Auk Umhverfisstofnunar eru 22 samstarfsaðilar í verkefninu: Eimur, Gefn, Grundarfjarðarbær, Hafrannsóknastofnun, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Hveragerðisbær, Isavia, Ísafjarðarbær, Kópavogsbær, Matvælastofnun, Náttúrufræðistofnun, Náttúruminjasafn Íslands, Orka náttúrunnar, Orkustofnun, Orkuveita Húsavíkur, Orkuveita Reykjavíkur, Reykjavíkurborg, Ríkisútvarpið, Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis,- orku og loftslagsráðuneyti, Veðurstofa Íslands og Veitur, ásamt þremur óbeinum þátttakendum: Sveitarfélagið Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.


Deila frétt

Stefnumótun Eims með stjórn, verkefnastjórn og starfsfólki
13. mars 2025
Í gær, miðvikudaginn 12. mars, kom stjórn Eims, verkefnastjórn og starfsfólk saman á stefnumótunarfundi á Múlabergi, Akureyri. Markmið fundarins var að móta áherslur og markmið félagsins út starfsárið 2026, rýna í núverandi og fyrirhuguð verkefni og styrkja sameiginlega framtíðarsýn. Fundurinn var skipulagður í kringum þrjú meginstef sem einkenna starfsemi Eims og skarast oft á í verkefnum: orkuskipti, lífmassa og glatvarma. Kynningar, hópavinna og umræður fóru fram um hvert þessara sviða, auk þess sem SVÓT-greining Eims var kynnt og rædd í samhengi við áframhaldandi þróun félagsins. Þá var einn liður fundarins tileinkaður aðferðafræði við mótun verkefna, þar sem fjallað var um áherslur, tímaramma, fjármögnun og hlutverk Eims í þróun verkefna og ráðgjöf þeim tengdum . Einnig var tekin gagnleg umræða um árangur og árangursmælikvarða, með það að markmiði að skerpa á mælanlegum viðmiðum og tryggja að starfsemin nái settum markmiðum. Það er alltaf dýrmætt að koma saman, skerpa sameiginlega sýn og eiga uppbyggilegt samtal um framtíðaráherslur og stefnu. Við þökkum stjórn og verkefnastjórn fyrir virkilega gagnlegan vinnudag !
Eimur á klasafundi í Osló
26. febrúar 2025
Eimur sótti á dögunum mannamótið Synergies for Greener European Horizons í Osló undir lok janúar. Hún var haldin undir merkjum uppbyggingarsjóðs EES með áherslu á samstarf milli Íslands, Noregs og Rúmeníu. Markmiðið var að koma saman fólki, fyrirtækjum, stofnunum og klösum sem starfa innan landanna þriggja með fyrirhugað samstarf í huga í rannsókna- og þróunarverkefnum á ýmsum sviðum, allt frá orkumálum yfir í heilbrigðistækni. Eimur kynnti starfsemi sína og áherslur og styrkti tengsl sín við norska og rúmenska aðila, en markmiðið er að byggja á þeim tengslum til að þróa ný verkefni sem falla að áherslusviðum Eims, einkum í sjálfbærri orkunýtingu og nýsköpun. Viðburðurinn skapaði tækifæri til að mynda ný tengslanet og kanna möguleika á samstarfi sem stuðlar að orkuskiptum og sjálfbærri þróun. Viðburðurinn var haldinn í samstarfi Rannís, hinu norska Innovation Performance, og klasasamtaka Rúmeníu, Clustero.
Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Share by: