Blog Layout

29. maí 2024

Vinnudagar á Austurlandi

Í síðustu viku hélt Eimur austur á land til fundar með samstarfsverkefnunum BlámaOrkídeu og Eygló , ásamt Landsvirkjun og Umhverfis orku og loftslagsráðuneytinu.

Á tveimur dögum fórum við yfir kjarnastarfsemi hverjar og einnar einingar fyrir sig, skammtíma- og langtímamarkmið og kryfjuðum ýmis tækifæri í því samhengi. 



Eitt fullkomnasta álver í heimi og stærsta orkuverk landsins

Sem hluta af ferðinni, bauð Landsvirkjun hópnum í skoðunarferð um Fljótsdalsstöð, sem er stærsta aflstöð Landsvirkjunar og jafnframt stærsta orkuverk landsins.

 

Fljótsdalsstöð er 690 megavött að uppsettu afli og getur unnið 4.800 gígavattstundir af rafmagni á ári. Stöðvarhús Fljótsdalsstöðvar er staðsett neðanjarðar, inni í Valþjófsstaðafjalli og er aðkoma að því um sérstök 1000 metra löng aðkomugöng.

 

Við fengum einnig leiðsögn um Alcoa Fjarðarál, sem er eitt nútímalegasta og tæknivæddasta álver í heimi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári. Álverið er stærsti vinnustaður landshlutans, en á svæðinu starfa í kringum 800 manns.

Ferðin gaf okkur einstakt tækifæri til að kynnast orkuframleiðslu og metnaðarfullum iðnaði á Austurlandi, sem jafnframt skapar um fjórðung útflutningstekna hér á landi.

Við þökkum kærlega fyrir góðar mótttökur og hlökkum til næstu heimsóknar.


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: