Í síðustu viku hélt Eimur austur á land til fundar með samstarfsverkefnunum Bláma , Orkídeu og Eygló , ásamt Landsvirkjun og Umhverfis orku og loftslagsráðuneytinu.
Á tveimur dögum fórum við yfir kjarnastarfsemi hverjar og einnar einingar fyrir sig, skammtíma- og langtímamarkmið og kryfjuðum ýmis tækifæri í því samhengi.
Sem hluta af ferðinni, bauð Landsvirkjun hópnum í skoðunarferð um Fljótsdalsstöð, sem er stærsta aflstöð Landsvirkjunar og jafnframt stærsta orkuverk landsins.
Fljótsdalsstöð er 690 megavött að uppsettu afli og getur unnið 4.800 gígavattstundir af rafmagni á ári. Stöðvarhús Fljótsdalsstöðvar er staðsett neðanjarðar, inni í Valþjófsstaðafjalli og er aðkoma að því um sérstök 1000 metra löng aðkomugöng.
Við fengum einnig leiðsögn um Alcoa Fjarðarál, sem er eitt nútímalegasta og tæknivæddasta álver í heimi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári. Álverið er stærsti vinnustaður landshlutans, en á svæðinu starfa í kringum 800 manns.
Ferðin gaf okkur einstakt tækifæri til að kynnast orkuframleiðslu og metnaðarfullum iðnaði á Austurlandi, sem jafnframt skapar um fjórðung útflutningstekna hér á landi.
Við þökkum kærlega fyrir góðar mótttökur og hlökkum til næstu heimsóknar.