Blog Layout

21. maí 2024

Rafmögnuð stemming á Iceland Innovation Week

Nýsköpunarvikan eða Iceland Innovation Week var haldin hátíðlega í Reykjavík um miðjan maí, þar sem frumkvöðlastarfsemi á Íslandi var fagnað.

Viðburðurinn er mikilvægur vettvangur þar sem stofnunum, fyrirtækjum og frumkvöðlum gefst kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum fyrir innlenda, jafnt sem erlenda aðila sem vilja kynnast starfsemi og nýsköpun á Íslandi, tengjast sprotum, fjárfestum og frumkvöðlum og mynda ný sóknarfæri og sambönd.

Eimur hefur frá upphafi tekið virkan þátt á hátíðinni með einum eða öðrum hætti og í ár var engin breyting þar á. 

Sjálfbærir neistar – Nýsköpun í orkulandslagi á Íslandi

Samstarfsverkefnin (Eimur, Blámi , Orkídea og Eygló) stóðu fyrir sameiginlegum viðburði í samstarfi við Landsvirkjun og Umhverfis- orku-, og loftslagsráðuneytið, miðvikudaginn 15. maí sl. við frábærar undirtektir.

Hópur fólks sem stendur við hlið hvors annars fyrir framan skilti.
Mynd: Sigurður Bogason, Kolfinna María Níelsdóttir, Ottó Elíasson og Skúli Gunnar Árnason, starfsfólk hjá Eimi.

Á viðburðinum, sem bar yfirskriftina "Sustainable Sparks: Igniting Innovation in Iceland's Energy Landscape, var athygli vakin á samstarfsverkefnunum og þeim áföngum sem þau hafa þegar náð og voru spennandi sóknarfæri og frjóar hugmyndir um orku- og loftslagstengda nýsköpun dregnar fram í samtali við gesti viðburðarins.

Þá var Landsvirkjun einnig með til sýnis módel sem gaf innsýn í raforkuframleiðslu í vatnsaflsvirkjunum. Búið var að gera glugga á módelið til þess að hægt væri að sjá hvernig vatnið lendir á og snýr túrbínuhjóli sem snýr rafali og framleiðir rafmagn til þess að kveikja á tveimur ljósaperum.

Maður í jakkafötum bendir á vél í herbergi.
Mynd: Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfisráðherra kveikir á sýnis módelinu

Þrír í jakkafötum sitja fyrir á mynd fyrir framan mannfjöldann.
Á mynd: Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfisráðherra og Haraldur Hallgrímsson,
forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun.

Tvær konur sitja fyrir á mynd fyrir framan blátt skilti sem á stendur „k“.
Á mynd: Eva Eiríksdóttir frá samskiptasviði Landsvirkjunar og Dóra Júlía Þrándardóttir, nýsköpunarstjóri Landsvirkjunar

Karl og kona sitja fyrir á mynd fyrir framan skilti sem á stendur value4farm. Karl og kona sitja fyrir á mynd fyrir framan skjávarpa. Kona stendur fyrir framan skilti sem á stendur eygló
Á myndum: Starfsmenn samstarfsverkefnanna hjá Orkídeu, Bláma og Eygló

Sjá fleiri myndir frá viðburðinum á Facebook síðu Eims

Blá nýsköpun í Sjávarklasanum
Á fjórða tug frum­kvöðlafyr­ir­tækja í bláa hag­kerf­inu kynntu ný­sköp­un sína á opnu húsi Íslenska Sjávarklasans í tilefni af Nýsköpunarvikunni. Eimur tók þar þátt í þriðja sinn með kynningarbás. Viðburðurinn var fjölsóttur og frábær vettvangur fyrir Eim til að kynna starfsemina og verkefnin fyrir gestum og gangandi.

Kona stendur fyrir framan skilti sem á stendur eimur.
Kolfinna María, verkefnastjóri hjá Eimi stóð vaktina í Sjávarklasanum
 Tvær konur standa við hlið hvor annarrar fyrir framan borð.
Fyrirtækið  Nanna Lín frá Norðurlandi var með kynningarbás í Sjávarklasanum, en verkefnið hefur t.a.m. tekið þátt í hröðlum á vegum Norðanátt og tók síðast þátt á Fjárfestahátíð Norðanáttar í mars sl.

Karl og kona tala saman fyrir framan skilti sem á stendur orkidea
Helga Gunnlaugsdóttir hjá Orkídeu var einnig með kynningarbás í Sjávarklasanum.

Brasað á Bransadögum

Samhliða Nýsköpunarvikunni var fræðsluviðburðurinn  Bransadagar Iðunnar á dagskrá í Vatnagörðum í Reykjavík, en þeir eru helgaðir nýsköpun í iðnaði. Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri hjá Eimi fór þar með erindi um snjallar lausnir til orkuskipta en í ár deildu hátt í þrjátíu sérfræðingar þekkingu sinni og reynslu, ýmist með kynningarbásum eða fyrirlestrum.

Maður er að halda kynningu fyrir framan stóran skjá.

Maður stendur fyrir framan skilti í herbergi.
Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri hjá Eimi á Bransadögum 2024


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 21. mars 2025
Eimur og Vestfjarðastofa bjóða til vefþings, fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi, þar sem fjallað verður um áskoranir og tækifæri við orkuskipti smábátaflotans. Hvað þarf til að orkuskipti smábáta verði að veruleika? Hvaða endurnýjanlegu orkugjafar verða í boði til notkunar á sjó? Hvaða reglur um haffærni rafmagnsbáta munu gilda? Sérfræðingar, hagsmunaaðilar og sjómenn munu ræða þessi og önnur mikilvæg mál eins og kostnað, hreinorkuívilnanir og áhrif breytinganna á byggðaþróun og samfélag. Þátttaka er öllum opin en til að fá fundarboð þarf að skrá sig. Smelltu hér til að skrá þig Dagskrá *Birt með fyrirvara um breytingar Hluti I: Tæknilausnir í farvatninu 13:00 – „Stefna stjórnvalda og orkuskipti smábáta“, Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra. 13:20 – „Rafmagns og tengiltvinnlausnir í smábátum”, Kolbeinn Óttarsson Proppé, stofnandi Grænafls. 13:40 – „Nýsmíði rafmagnsbáta,tækifæri og áskoranir“, Jónas Ingi Pétursson, Þrym. 14:00 – „Takmarkandi þættir þegar kemur að orkuskiptum smábáta”, Tinna Rún Snorradóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláma. Kaffihlé – 10 mín Hluti II: Samfélag og orkuskipti smábáta 14.30 – „Öryggiskröfur rafbáta og leyfismál þeirra“, Ingólfur Örn Þorbjörnsson, sérfræðingur á Samgöngustofu. 14.50 – „Áskoranir fyrir hafnir vegna orkuskipta smábáta“, Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfisstjóri Faxaflóahafna. 15:10 – „Orkuskipti smábáta út frá sjónarhóli smábátasjómanna“, Einar Helgason, formaður félags strandveiðisjómann á sunnanverðum Vestfjörðum. 15:30 – „Líklegar/hugsanlegar breytingar á Byggðamynstri samfara orkuskiptum í sjávarútvegi“, Dr. Catherine Chambers, rannsóknarstjóri hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. 15:50 - 16:10 - Pallborðsumræður fyrirlesara undir stjórn Ottós Elíassonar, framkvæmdastjóra hjá Eimi.
Eimur hlaut nýverið styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar
20. mars 2025
Hauggas frá urðunarstöðum? Hvað er það og hvernig getum við búið til einhver verðmæti úr gasinu sem nýtist nærsamfélaginu?
17. mars 2025
Eimur og PCC BakkiSilicon hlutu nýverið styrk úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar til að kanna hagkvæmni þess að nýta háhita frá iðnaðaferlum PCC BakkiSilicon til gufuframleiðslu. Markmið verkefnisins er að kanna hvernig draga má úr orkukostnaði við gufuframleiðslu fyrir iðnað staðsettan innan Græns Iðngarðs á Bakka og á sama tíma bæta orkunýtingu svæðisins. Rannsóknin mun sýna fram á hvernig bætt nýting auðlinda getur mögulega leitt til orkusparnaðar, lægri rekstrarkostnaðar og á sama tíma sjálfbærari iðnaðaruppbyggingu. Verkefnið hefur bæði beinan fjárhagslegan ávinning og samfélagslega mikilvægi, þar sem það stuðlar að sjálfbærri nýtingu orkuauðlinda og dregur úr umhverfisáhrifum. Verkefni af þessu tagi er verulega gagnlegt til að ýta áfram umræðu um bætta auðlindanýtingu á landsvísu og getur orðið fyrirmynd af slíkum verkefnum framtíðarinnar. Gögn sem munu liggja fyrir að rannsókn lokinni eru: Varmagreining frá PCC: Mælingar á hitastigi og magni varmaorku sem losnar við framleiðsluferla PCC frá háhitastrompunum. Hagkvæmniútreikningar: Samanburður á kostnaði við gufuframleiðslu með háhita við hefðbundna gufuframleiðslu með raforku (og dreifigjaldi raforku innan utan þéttbýlis). Árið 2024 var unnin greining á nýtingu glatvarma frá kælikerfi PCC , sem reyndist mjög jákvæð. Nú verður skoðað hvernig háhiti úr strompunum frá framleiðsluferlum PCC getur nýst til gufuframleiðslu. Verkefnið er samstarfsverkefni PCC BakkiSilicon og Eims. Þá verður verkfræðistofa fengin til að greina varmaflæði og til að meta hagkvæmni og nýtingu glatvarma. Ef verkefnið reynist árangursríkt, getur það orðið fyrirmynd fyrir sjálfbæra iðnaðaruppbyggingu þar sem tækifæri eru í nýtingu háhita. Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Karen Mist Kristjánsdóttir á netfangið karen@eimur.is Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar úthlutaði styrkjum til 46 rannsóknarverkefna í ár, en þetta er í 18. skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á vefsíðu Landsvirkjunar .
Share by: