Blog Layout

30. desember 2024

Nýárspistill framkvæmdastjóra

Viðburðaríkt ár hjá Eimi!

Árið 2024 var aldeilis viðburðaríkt hjá Eimi. Mikill framgangur varð í RECET verkefninu. Haldið var málþing um orkuskipti í febrúar, fjölmenn fræðsluferð var farin með starfsfólki sveitarfélaga og fulltrúum sveitarstjórna af Norðurlandi eystra og Vestfjörðum til Samsö í Danmörku, og vinnustofur voru haldnar með öllum sveitarfélögum svæðanna. Þá komu út greiningar á raforkuþörf við hafnir á Norðurlandi eystra og um olíusölu á Íslandi eftir landsvæðum.


Þriðja fjárfestahátíð Norðanáttar var haldin í mars 2024 og heppnaðist afar vel.


Mikill framgangur varð í vinnu við uppbyggingu Metan- og Líforkuvers á Dysnesi, en til að sinna þessum verkum hlaut Eimur meðal annars styrk úr Orkusjóði á árinu.


Talsverður árangur náðist við þróun
Grænna iðngarða á Bakka við Húsavík, en mikil vinna var lögð í að skilja tækifærin í nýtingu glatvarma frá kísilverksmiðju PCC til frekari iðnaðaruppbyggingar.


Þá varð það opinbert í lok árs að Eimur tekur þátt í ICEWATER verkefninu um vatnamál, og okkar þáttur beinist að verðmætasköpun úr lífrænum efnum í fráveituvatni. Við hlökkum mikið til.

Síðast en ekki síst óx Eimur til vesturs og spannar nú starfssvæði félagsins allt Norðurland. Við hlökkum til samstarfsins á Norðurlandi vestra.

Gleðileg nýtt ár!

Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims

 


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
20. desember 2024
🎄Eimur óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.🎄 Við viljum þakka sérstaklega fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða og erum við full tilhlökkunar fyrir komandi verkefnum á nýju ári. Skrifstofa Eims á Akureyri verður lokuð til 6. janúar nk. Kveðja, Starfsfólk Eims
Share by: