Árið 2024 var aldeilis viðburðaríkt hjá Eimi. Mikill framgangur varð í RECET verkefninu. Haldið var málþing um orkuskipti í febrúar, fjölmenn fræðsluferð var farin með starfsfólki sveitarfélaga og fulltrúum sveitarstjórna af Norðurlandi eystra og Vestfjörðum til Samsö í Danmörku, og vinnustofur voru haldnar með öllum sveitarfélögum svæðanna. Þá komu út greiningar á raforkuþörf við hafnir á Norðurlandi eystra og um olíusölu á Íslandi eftir landsvæðum.
Þriðja fjárfestahátíð Norðanáttar var haldin í mars 2024 og heppnaðist afar vel.
Mikill framgangur varð í vinnu við uppbyggingu Metan- og Líforkuvers á Dysnesi, en til að sinna þessum verkum hlaut Eimur meðal annars styrk úr Orkusjóði á árinu.
Talsverður árangur náðist við þróun
Grænna iðngarða á Bakka við Húsavík, en mikil vinna var lögð í að skilja tækifærin í nýtingu glatvarma frá kísilverksmiðju PCC til frekari iðnaðaruppbyggingar.
Þá varð það opinbert í lok árs að Eimur tekur þátt í
ICEWATER verkefninu um vatnamál, og okkar þáttur beinist að verðmætasköpun úr lífrænum efnum í fráveituvatni. Við hlökkum mikið til.
Síðast en ekki síst óx Eimur til vesturs og spannar nú starfssvæði félagsins allt Norðurland. Við hlökkum til samstarfsins á Norðurlandi vestra.
Gleðileg nýtt ár!
Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims