Blog Layout

22. mars 2024

Fjárfestahátíð Norðanáttar í sérflokki

Þriðja árið röð komu allir helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði til fundar við frumkvöðla sem vinna að verkefnum tengdum auðlinda-, orku- og umhverfismálum. 

Fjárfestahátíð Norðanáttar var haldin í fyrsta skipti árið 2022 en þá var áherslan eingöngu á sprotaverkefni á Norðurlandi. Vegna þess hversu vel tókst til var ákveðið að bjóða og höfða til sprotafyrirtækja hvaðanæva að landinu. Í ár væri engin breyting þar á og voru níu fyrirtæki valin á hátíðina úr hóp fjölda umsókna, þar af eitt gestaverkefni frá Færeyjum.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpaði hátíðina og brýndi gesti til verka í málaflokknum en áskoranirnar eru miklar.

,,Markmiðin um græn orkuskipti og samdrátt í losun eru skýr.  Við stefnum á allsherjar græna vegferð og enginn landshluti má vera skilinn eftir…” , sagði Guðlaugur Þór meðal annars í ávarpi sínu. Mikilvægt væri að virkja hugvitið í öllum landshlutum og að hátíð sem þessi væri góður vettvangur til að tengja fjármagn við  lausnir sem myndi hjálpa okkur að takast á við þessar aðgerðir.

Guðmundur Gunnarsson, stýrði umræðum í pallborðum dagsins. Haraldur Hallgrímsson hjá Landsvirkjun, Katrín Sigurjónsdóttir hjá Norðurþingi, Sigríður V. Vigfúsdóttir hjá Primex, Pétur Arason hjá Húnabyggð og Daði Valdimarsson hjá Rotovia stikluðu á stóru um mikilvægi þess að taka frumkvæði og forystu þegar kemur að atvinnumálum og nýsköpun og því að sveitarfélög og svæði marki sér stefnu og fylgi þeim eftir þegar kemur að verðmætasköpun. Breyttir tímar væru frá því sem áður var og að samfélög þurfi að gera upp við sig hvað þau vilja og vinna markvisst að því búa til sín eigin tækifæri.

Seinna pallborðið ávarpaði mikilvægi fjölbreytileika og jafnréttis í nýsköpunar og fjármögnunarumhverfinu. Hekla Arnardóttir hjá Crowberry Capital, Arne Vagn Olsen hjá Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Ragnheiður H. Magnúsdóttir hjá Nordic Ignite og Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé hjá Öldu ræddu þar að þó ýmislegt gott sé í gangi og að margt sé á réttir leið, þurfum við að ávarpa með markvissum hætti, hvernig fjárfestar geta stutt við fjölbreytileika t.d. í nýjum fyrirtækjum, hvað snertir stjórnir, eignarhald osfrv. Jafnrétti og fjölbreytileiki eykur getu og hæfni fyrirtækja til að ná árangri. 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir,  menningar- og viðskiptaráðherra ávarpaði gesti í seinni hluta dagskrá þar sem frumkvöðlar voru með fjárfestakynningar í bátahúsi Síldarminjasafnsins. Í framhaldi fjárfestakynninga fór fram stefnumót frumkvöðla og fjárfesta og annarra lykilaðila í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi í Salthúsinu, nýjum safnkosti Síldarminjasafnsins og er þetta í fyrsta sinn sem viðburður er haldinn þar. 

Það var samdóma álit gesta og þátttakenda að svona vettvangur sé gríðarlega mikilvægur fyrir verkefni í leit að fjárfestingum þar sem þarna gefst gott tækifæri til þess að mynda tengingar og eiga fyrsta skrefið í átt að framtíðarsamvinnu. 

Að verkefninu Norðanátt standa EIMUR og landshlutasamtökin á Norðurlandi SSNE og SSNV með stuðningi frá Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytinu.  

Bakhjarlar Fjárfestahátíðarinnar 2024 eru Tækniþróunarsjóður, KPMG, Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins og KEA.






















Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 21. mars 2025
Eimur og Vestfjarðastofa bjóða til vefþings, fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi, þar sem fjallað verður um áskoranir og tækifæri við orkuskipti smábátaflotans. Hvað þarf til að orkuskipti smábáta verði að veruleika? Hvaða endurnýjanlegu orkugjafar verða í boði til notkunar á sjó? Hvaða reglur um haffærni rafmagnsbáta munu gilda? Sérfræðingar, hagsmunaaðilar og sjómenn munu ræða þessi og önnur mikilvæg mál eins og kostnað, hreinorkuívilnanir og áhrif breytinganna á byggðaþróun og samfélag. Þátttaka er öllum opin en til að fá fundarboð þarf að skrá sig. Smelltu hér til að skrá þig Dagskrá *Birt með fyrirvara um breytingar Hluti I: Tæknilausnir í farvatninu 13:00 – „Stefna stjórnvalda og orkuskipti smábáta“, Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra. 13:20 – „Rafmagns og tengiltvinnlausnir í smábátum”, Kolbeinn Óttarsson Proppé, stofnandi Grænafls. 13:40 – „Nýsmíði rafmagnsbáta,tækifæri og áskoranir“, Jónas Ingi Pétursson, Þrym. 14:00 – „Takmarkandi þættir þegar kemur að orkuskiptum smábáta”, Tinna Rún Snorradóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláma. Kaffihlé – 10 mín Hluti II: Samfélag og orkuskipti smábáta 14.30 – „Öryggiskröfur rafbáta og leyfismál þeirra“, Ingólfur Örn Þorbjörnsson, sérfræðingur á Samgöngustofu. 14.50 – „Áskoranir fyrir hafnir vegna orkuskipta smábáta“, Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfisstjóri Faxaflóahafna. 15:10 – „Orkuskipti smábáta út frá sjónarhóli smábátasjómanna“, Einar Helgason, formaður félags strandveiðisjómann á sunnanverðum Vestfjörðum. 15:30 – „Líklegar/hugsanlegar breytingar á Byggðamynstri samfara orkuskiptum í sjávarútvegi“, Dr. Catherine Chambers, rannsóknarstjóri hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. 15:50 - 16:10 - Pallborðsumræður fyrirlesara undir stjórn Ottós Elíassonar, framkvæmdastjóra hjá Eimi.
Eimur hlaut nýverið styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar
20. mars 2025
Hauggas frá urðunarstöðum? Hvað er það og hvernig getum við búið til einhver verðmæti úr gasinu sem nýtist nærsamfélaginu?
17. mars 2025
Eimur og PCC BakkiSilicon hlutu nýverið styrk úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar til að kanna hagkvæmni þess að nýta háhita frá iðnaðaferlum PCC BakkiSilicon til gufuframleiðslu. Markmið verkefnisins er að kanna hvernig draga má úr orkukostnaði við gufuframleiðslu fyrir iðnað staðsettan innan Græns Iðngarðs á Bakka og á sama tíma bæta orkunýtingu svæðisins. Rannsóknin mun sýna fram á hvernig bætt nýting auðlinda getur mögulega leitt til orkusparnaðar, lægri rekstrarkostnaðar og á sama tíma sjálfbærari iðnaðaruppbyggingu. Verkefnið hefur bæði beinan fjárhagslegan ávinning og samfélagslega mikilvægi, þar sem það stuðlar að sjálfbærri nýtingu orkuauðlinda og dregur úr umhverfisáhrifum. Verkefni af þessu tagi er verulega gagnlegt til að ýta áfram umræðu um bætta auðlindanýtingu á landsvísu og getur orðið fyrirmynd af slíkum verkefnum framtíðarinnar. Gögn sem munu liggja fyrir að rannsókn lokinni eru: Varmagreining frá PCC: Mælingar á hitastigi og magni varmaorku sem losnar við framleiðsluferla PCC frá háhitastrompunum. Hagkvæmniútreikningar: Samanburður á kostnaði við gufuframleiðslu með háhita við hefðbundna gufuframleiðslu með raforku (og dreifigjaldi raforku innan utan þéttbýlis). Árið 2024 var unnin greining á nýtingu glatvarma frá kælikerfi PCC , sem reyndist mjög jákvæð. Nú verður skoðað hvernig háhiti úr strompunum frá framleiðsluferlum PCC getur nýst til gufuframleiðslu. Verkefnið er samstarfsverkefni PCC BakkiSilicon og Eims. Þá verður verkfræðistofa fengin til að greina varmaflæði og til að meta hagkvæmni og nýtingu glatvarma. Ef verkefnið reynist árangursríkt, getur það orðið fyrirmynd fyrir sjálfbæra iðnaðaruppbyggingu þar sem tækifæri eru í nýtingu háhita. Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Karen Mist Kristjánsdóttir á netfangið karen@eimur.is Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar úthlutaði styrkjum til 46 rannsóknarverkefna í ár, en þetta er í 18. skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á vefsíðu Landsvirkjunar .
Share by: