13. mars 2025

Mótun áherslna til framtíðar - Stefnumótunardagur Eims

Í gær, miðvikudaginn 12. mars, kom stjórn Eims, verkefnastjórn og starfsfólk saman á stefnumótunarfundi á Múlabergi, Akureyri.


Markmið fundarins var að móta áherslur og markmið félagsins út starfsárið 2026, rýna í núverandi og fyrirhuguð verkefni og styrkja sameiginlega framtíðarsýn.


Fundurinn var skipulagður í kringum þrjú meginstef sem einkenna starfsemi Eims og skarast oft á í verkefnum: orkuskipti, lífmassa og glatvarma. Kynningar, hópavinna og umræður fóru fram um hvert þessara sviða, auk þess sem SVÓT-greining Eims var kynnt og rædd í samhengi við áframhaldandi þróun félagsins. Þá var einn liður fundarins tileinkaður aðferðafræði við mótun verkefna, þar sem fjallað var um áherslur, tímaramma, fjármögnun og hlutverk Eims í þróun verkefna og ráðgjöf þeim tengdum . Einnig var tekin gagnleg umræða um árangur og árangursmælikvarða, með það að markmiði að skerpa á mælanlegum viðmiðum og tryggja að starfsemin nái settum markmiðum.


Það er alltaf dýrmætt að koma saman, skerpa sameiginlega sýn og eiga uppbyggilegt samtal um framtíðaráherslur og stefnu.


Við þökkum stjórn og verkefnastjórn fyrir virkilega gagnlegan vinnudag !


Stefnumótunarfundur Eims 2025
Eimur - Stefnumótun
Eimur - Stefnumótun

Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.