Sumarskóli Eims 2018 gekk út á að leiða saman erlenda og íslenska háskólanema til að vinna saman að þverfaglegum verkefnum á NA-landi. Lögð var áhersla á sjálfbærni, nýsköpun og fjölnýtingu jarðvarma.
Sumarskólinn 2018
Sumarskóli Eims gekk út á að kalla fram hugmyndir að því hvernig nýta megi betur þær jarðhitaauðlindir sem á svæðinu eru.
Nemendum var skipt upp í hópa sem hverjum var úthlutað svæði þar sem jarðhiti er til staðar og talin tækifæri til að nýta hann með fjölbreyttari hætti. Hópunum var svo falið að greina sóknarfæri svæðanna og útbúa tillögur um það með hvaða hætti væri best að auka nýtingu þeirra með sjálfbærum hætti.
Árið 2018 komu 14 iðnhönnunarnemar frá Stuttgart Media University í Þýskalandi í heimsókn á NA-land. Nemendur dvöldu í viku á svæðinu og hér má skoða afrakstur þeirrar vinnu. Smellið á mynd til að heyra framsögu hópanna um verkefnin.
Hópur 1: Laugar
Hópur 2: Þeistareykir
Hópur 3: Bjarnaflag
Hópur 4: Húsavík