Sumarskóli EIMS 2019

Sumarskóli EIMS 2019


Sumarskóli Eims gengur út á að leiða saman erlenda og íslenska háskólanema til að vinna saman að þverfaglegum verkefnum á NA-landi. Lögð er áhersla á sjálfbærni, nýsköpun og fjölnýtingu jarðvarma.

Sumarskólinn 2019

Sumarskóli Eims gengur út á að kalla fram hugmyndir að því hvernig nýta megi betur þær jarðhitaauðlindir sem á svæðinu eru. Nemendum er skipt upp í hópa sem hverjum er úthlutað svæði þar sem jarðhiti er til staðar og talin tækifæri til að nýta hann með fjölbreyttari hætti. Hópunum er svo falið að greina sóknarfæri svæðanna og útbúa tillögur um það með hvaða hætti væri best að auka nýtingu þeirra með sjálfbærum hætti. 


Sumarskólinn var haldinn í annað sinn dagana 20.-25. maí 2019 á NA-landi. Nemendur skólans þetta árið voru 29 talsins og komu frá Stuttgart Media University og Listaháskóla Íslands. Sem fyrr var nemendum skipt upp í hópa sem hver fékk sitt svæði til að þróa með sjálfbærni að leiðarljósi. Afraksturinn má sjá hér að neðan.

Eftir Snæbjörn Sigurðsson 28. maí 2019
Árlegur sumarskóli Eims var haldinn í annað sinn dagana 20.-25. maí á NA-landi. Nemendur skólans þetta árið voru 29 talsins og koma frá Stuttgart Media University og Listaháskóla Íslands. Við skólaslitin kynntu nemendur hugmyndir sínar að nýjum leiðum til að nýta auðlindir svæðisins með sjálfbærum hætti.
Share by: