Hringrás Nýsköpunar á Norðurlandi

Hringrás Nýsköpunar á Norðurlandi


Norðanátt er hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi sem miðar að því að auka fjárfestingar á svæðinu.

Heimasíða verkefnisins

Norðanátt er hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi sem miðar að því að auka fjárfestingar á svæðinu og skapa kraftmikið umhverfi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem vinna að nýsköpun með áherslu á loftslagsmál og hringrásarhagkerfið.


Hlutverk Norðanáttar er að styðja við frumkvöðla og fyrirtæki frá fyrstu stigum hugmyndar yfir í leit að fjárfestum, en það er gert með því að standa fyrir fjölda viðburða á hverju ári í hringrás nýsköpunar, sem styðja við nýsköpunarhugmyndir á ólíkum stigum og leggja áherslu á sjálfbærni, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir.

Norðanátt hóf göngu sína árið 2021 þegar styrkur fékkst úr nýsköpunarsjóði Lóu frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköparráðuneytinu en með styrkveitingunni hófst fyrsta hringrásin á Norðurlandi þar sem haldið var m.a. lausnarmótið Hacking Norðurland, viðskiptahraðallinn Vaxtarými/Startup Storm og lauk fyrstu hringrásinni með fjárfestahátíð á Siglufirði í mars 2022.


Norðanátt hlaut svo stuðning frá Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytinu vorið 2022 til fjármagna aðra hringrás sem hófst á nýsköpunarkeppninni 
Norðansprotinn í maí 2022. 


Þá voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar í kjölfar vorið 2022 milli Norðanáttar og háskólanna á Norðurlandi; Háskólans á Akureyri og á Háskólans á Hólum með það að markmiði að skapa enn öflugra vistkerfi nýsköpunar á svæðinu. Háskólarnir eru mikilvægur hlekkur í því vistkerfi og því mikill fengur af samstarfinu.


Þriðja hringrás Norðanáttar hófst haustið 2023 með viðskiptahraðlinum Startup Storm og  Fjárfestahátíð Norðanáttar fór svo fram í þriðja sinn á Siglufirði í mars 2024. 


Eimur hefur á undanförnum þremur árum stýrt verkefninu Norðanátt, sem er samstarfsverkefni Eims, SSNE og SSNV. Að auki hafa komið að því á undanförnum árum Hraðið á Húsavík, ráðgjafafyrirtækið RATA og Nýsköpun í Norðri.

Yfir 60 frumkvöðlateymi og meira en 600 gestir hafa sótt viðburði Norðanáttar, og hefur verið eftir því tekið út um allt land, og út fyrir landsteinana. Við erum afar stolt að hafa hrundið þessu verkefni af stað sem hefur sannarlega hrist upp í nýsköpunarsenunni á landsbyggðinni.

Framkvæmd verkefnisins er nú í höndum landshlutasamtakanna á Norðurlandi eystra og vestra (SSNE & SSNV).

12. mars 2024
Krubbur var haldinn í fyrsta sinn á Húsavík dagana 8. - 9. mars síðastliðinn. Krubbur var settur upp sem tveggja daga hugmyndasmiðja þar sem unnið var að lausnum sem tengjast betri nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs í Norðurþingi. Þátttaka var opin öllum frá 16 ára og var aldursbil þátttakanda frábært, svo þekking og reynsla ólíkra kynslóða spann spennandi vef. Hraðið, miðstöð nýsköpunar stóð fyrir viðburðinum í samvinnu við KLAK-icelandic startups, Eim, SSNE og fleiri aðila. Um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækjum á svæðinu og stoðkerfi atvinnulífsins og nýsköpunar.
Hópur fólks situr fyrir á mynd fyrir framan skilti sem á stendur kraftur
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 28. nóvember 2023
Í þriðja sinn stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði. Hátíðin fer fram þann 20. mars 2024 og auglýsir Norðanátt nú eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum.
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 20. nóvember 2023
Sex nýsköpunarteymi á Norðurlandi kláruðu nýverið viðskiptahraðalinn Startup Storm sem Norðanátt, hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi, stóð að.
Skoða fleiri tengdar fréttir
Share by: