Blog Layout

20. nóvember 2023

Sex nýsköpunarverkefni klára Startup Storm

Sex nýsköpunarteymi á Norðurlandi kláruðu nýverið viðskiptahraðalinn Startup Storm sem Norðanátt, hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi, stóð að.

Startup Stormur er sjö vikna viðskiptahraðall með áherslu á sjálfbærni og græn verkefni, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.


Nýsköpunarteymi í Startup Storm 2023:

Ísponica - Amber Monroe : Ræktun grænmetis og kryddjurta með aquaponics (afrennsli fiskeldis) lóðréttri búskap. Markmiðið er að rækta mat innandyra, allt árið um kring með áherslu á sjálfbæra framleiðslu.

Kaffibrennsla Skagafjarðar - Vala Stefánsdóttir : Kaffibrennsla Skagafjarðar, nýbrennt og ferskara kaffi

Rækta microfarm - Serena Simona Pedrana og Giacomo Montanelli: Minnkum kolefnisspor og drögum úr innflutningi og matarsóun. Rækta Microfarm er umhverfisvæn framleiðsla á grænsprettum, sælkerasveppum og hampblómum.

Sigló Sea - Laken - Louise Hives : Sjálfbær ræktun/uppskera á þangi og kræklingum og samfélagsleg þróun ferðaþjónustu. e. Sustainable sea seaweed farming/harvesting and mussel farming and community based tourism development.

Vallhumall - Elínborg Ásgeirsdóttir : Gamalkunn íslensk lækningajurt fær nýtt hlutverk sem bragðefni í matvælaframleiðslu.

3D Lausnir - Jón Þór Sigurðsson og Arnar Hansen : Hringrásasteypa og þrívíddarprentun.

Þetta er í þriðja sinn sem Norðanátt stendur fyrir viðskiptahraðli fyrir frumkvöðla sem vinna að grænum verkefnum á Norðurlandi. Startup Stormur hófst 4. október og hafa þátttakendur síðastliðnar sjö vikur fengið fræðslu, setið vinnustofur og myndað tengingar við reynslumikla aðila úr atvinnulífinu á svokölluðum mentorafundum.

Lokaviðburður var haldinn með pompi og prakt fimmtudaginn 16. nóvember síðastliðinn á Flugsafni Íslands. Nýsköpunarteymin stigu á stokk og kynntu verkefni sín fyrir fullum sal boðsgesta en um 80 manns sóttu viðburðinn og hlýddu á þeirra kraftmiklu kynningar.


Á lokaviðburðinum var einnig fjölbreytt dagskrá. Vilhjálmur Bergmann Bragason, leikari og vandræðaskáld var kynnir kvöldsins og Albertína Fr. , Ottó Elíasson og Katrín Guðjónsdóttir tóku umræðuna um  nýsköpun á Norðurlandi í pallborði. Sigurjón og Ragnheiður frá englafjárfestingafélaginu Nordic Ignite fræddu gesti um englafjárfestingar og frá KLAK komu Magnús og Jenna og kynntu Gulleggið, stærstu nýsköpunarkeppni landsins. 

Dómnefnd og gestir í sal fengu að kjósa um besta verkefnið og bar verkefnið 3D- lausnir þar sigur úr býtum. Jón Þór Sigurðsson og Arnar Hansen aðstandendur verkefnisins tóku á móti 500.000 kr.- sem mun vonandi nýtast vel í áframhaldandi þróun. 

Norðanátt óskar öllum teymunum sem tóku þátt innilega til hamingju og áframhaldandi góðs gengis. 

Fleiri myndir frá viðburðinum má finna á Facebook síðu Norðanáttar.

Norðanátt byggir á hringrás nýsköpunar þar sem frumkvöðlar fá tækifæri til að þróa hugmyndir sínar, vaxa og ná lengra. Hringrásin samanstendur af hugmyndasamkeppninni Norðansprotanum, viðskiptahraðlinum Startup Stormi Vaxtarrými og fjárfestahátíð sem haldin er á Siglufirði á vorin. Að Norðanátt standa Eimur, landshlutasamtökin SSNE og SSNV. Bakhjarl Norðanáttar er umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytið.


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: