Blog Layout

14. nóvember 2023

Eimur á alþjóðlegri klasaráðstefnu

Dag­ana 7.-9. nóv­em­ber fór fram alþjóðleg klas­aráðstefna hér á landi á Hilt­on Reykja­vík undir yfirskriftinni New Landscapes in the Clu­ster Develop­ment. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefn­an er hald­in hér á landi en í 26. sinn sem hún fer fram. Hátt í 200 manns frá 25 löndum tóku þar þátt.

Eig­andi ráðstefn­unn­ar er alþjóðlegu klasa­sam­tök­in TCI (The Com­pe­titi­veness Institu­te). Ásta Krist­ín Sigurjónsdóttir hjá Íslenska ferðaklasanum sit­ur í stjórn TCI og leiddi fram­kvæmd ráðstefn­unn­ar fyr­ir hönd gest­gjaf­anna en auk Íslenska ferðaklas­ans eru Orkuklas­inn, Sjáv­ar­klas­inn og Fjár­tækniklas­inn í sam­starfi við há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið sem koma að henni. Þá komu fjöl­marg­ir sam­starfsaðilar að verk­efn­inu, þar á meðal Landsvirkjun og samstarfsverkefnin Eimur, Eygló, Blámi og Orkídea.

Fyrsti dagur ráðstefnunnar var helgaður vettvangsferðum og klasaheimsóknum. Eimur tók þátt í ferðinni  "Finndu orkuna" , sem hófst með kynningu á skrifstofu Bláa Lónsins í Urriðaholti. Þá var förinni heitið í Ljósafossstöð, sem staðsett er á Sogssvæðinu við Úlfljótsvatn. Dóra Björk Þrándardóttir, nýsköpunarstjóri Landsvirkjunar og Matthildur María Guðmundsdóttir, stöðvarstjóri á Sogssvæði tóku vel á móti gestum með áhugaverðu innleggi um stöðina og sögu hennar. Ferðin endaði svo í Hellisheiðavirkjun þar sem gestirnir fengu innsýn í virkjun og nýtingu jarðvarma á Íslandi.

Á ráðstefnunni fengu samstarfsverkefnin tækifæri að kynna verkefni sín og segja frá þeim árangri sem hafa náðst á síðustu árum.  Samstarfsverkefnin beina kröftum sínum að verkefnum sem snúa að loftslagsmálum, hringrásarhagkerfinu, verðmætasköpun, virkjun og betri nýtingu auðlinda og hvetja til hraðari umskiptum yfir í græna orku. Kolfinna María Níelsdóttir, verkefnastjóri hjá Eim undirstrikaði í erindi sínu mikilvægi samvinnu og klasasamstarfs til að ná árangri í í þessum málaflokkum í víðum skilning t.a.m út frá verkefnunum RECET, Grænum Iðngörðum á Bakka og Norðanátt. 

Ráðstefnan var bæði fróðleg og skemmtileg og veitti innsýn í starfsemi hjá stórum og smáum klösum sem standa að fjölbreyttum verkefnum um allan heim. Rauði þráðurinn er að virkja samstarf og samvinnu til að koma góðum hugmyndum í verk, hjálpa grasrótinni að blómstra og nýta hugvit og verkþekkingu sem þar er til staðar. Samvinna, traust og tengsl eru mikilvæg til að tryggja framgang verkefna.

 


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: