Blog Layout

31. mars 2021

Hacking Norðurland

Hacking Norðurland er lausnamót sem fer fram dagana 15.-18. apríl 2021 á Norðurlandi. Unnið verður með sjálfbæra nýtingu auðlinda svæðisins út frá orku, vatn og mat. Markmið lausnamótsins er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum viðskiptatækifærum og verkefnum. Lausnamótinu er ekki síður ætlað að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Norðurlandi. Hacking Norðurland er samstarfsverkefni  Hacking Hekla , Eims,  Nordic Food in TourismSSNESSNV  og  Nýsköpun í norðriÍslandsbanki  styrkir verkefnið.

Lausnamótið fer að stærstum hluta til fram á netinu á samsköpunarlausninni Hugmyndaþorp sem þróuð er af sprotafyrirtækinu Austan mána í samstarfi við Hacking Hekla. Þátttaka er því ekki háð staðsetningu og er öllum velkomið að taka þátt. Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast nýtingu auðlinda á Norðurlandi, tengjast nýju fólki og eflast í að vinna ný verkefni út frá áskorunum á svæðinu. Lausnamótið hefst 15. apríl með opnunarviðburði og vefstofu þar sem rætt verður um þau tækifæri sem auðlindir svæðisins bjóða upp á. Föstudaginn 16. apríl hefst svo lausnamótið sjálft sem stendur í 48 klukkustundir. Samstarfsteymi Hacking Norðurland mun ferðast á milli frumkvöðlasetra á svæðinu meðan á lausnamótinu stendur og geta þátttakendur nærri þeim setrum nýtt sér möguleikann á að vinna að hugmyndum sínum þar. Lausnamótið endar sunnudaginn 18. apríl með lokaviðburði þar sem dómnefnd velur þrjú bestu verkefnin.

Besta verkefnið hlýtur svo verðlaun upp á 500.000 kr. 

Fjöldi aukavinninga er einnig í boðið frá frumkvöðlum á Norðurlandi

Fylgið viðburðinum á  Facebook !

Skráning fer fram á vefsíðu  Hugmyndaþorps Austan Mána.


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: