Blog Layout

22. mars 2017

Heimasíðan komin í loftið!

Ný heimasíða EIMS hefur nú verið opnuð. Á heimasíðunni má finna allar helstu upplýsingar um EIM og þau helstu verkefni sem í gangi eru hverju sinni. Uppfærslur eru enn í gangi og síðan því enn eftir að taka nokkrum breytingum, auk þess sem fleiri verkefni eiga eftir að bætast við.

Þá viljum við vekja athygli á að EIMUR er auðvitað líka á Facebook , Twitter , og Instagram þar sem við reynum að segja reglulega frá því sem er efst á baugi hjá EIMI. 

Myndin hér að neðan var tekin þegar stjórn EIMS opnaði heimasíðuna formlega á fundi sínum í dag.

 Stjórn EIMS opnaði nýja heimasíðu í morgun


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: