Blog Layout

5. febrúar 2024

Orkuskipti á Norðurlandi - Hvað næst?


Eimur, SSNE og Íslensk Nýorka halda málstofu í Hofi og í streymi miðvikudaginn 21. febrúar nk . Fjallað verður um stöðu mála í orkuskiptum á Norðurlandi, olíunotkun svæðisins verður kynnt ásamt sérstakri umfjöllun um orkuskipti í þungaflutningum og við hafnir. Fulltrúar frá Orkustofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti munu flytja erindi.  

>> Lokað hefur verið fyrir skráningu i Hofi, en hér er hlekkur á streymi:    Orkuskipti á Norðurlandi – Hvað er næst? - YouTube  << 

Dagskrá:

11:00-11:15      SSNE – Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Ávarp/Opnun málstofu 

11:20-11:40      Umhverfisstofnun – Birgir U. Ásgeirsson
Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi

11:45-12:05      Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið – Magnús Örn Agnesar Sigurðsson
Uppfærsla aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum

12:10-12:30      Orkustofnun – Sigurður Friðleifsson
Staða og áskoranir í Orkuskiptum – Ísland og Norðurland Eystra

 12:30-13:10      Hádegismatur í Hofi í boði Eims

13:10-13:30      Eimur – Skúli Gunnar Árnason
Olíunotkun á Norðurlandi Eystra: Í hvað fer olían?

13:35-13:55      Íslensk Nýorka – Anna Margrét Kornelíusardóttir
Orkuskipti í þungaflutningum

14:00-14:20      Blámi – Þorsteinn Másson
Orkuskipti við hafnir

14:25-14:30      Eimur – Ottó Elíasson
Samantekt og málstofu lokið


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: