Það eru sannarlega spennandi tímar framundan í frumkvöðlaumhverfi Norðurlands en í vikunni tilkynnti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið úthlutanir úr Lóu – nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina.
Norðanátt hlaut styrk úr sjóðnum uppá 3,9 milljónir króna fyrir verkefnið Norðanátt í Víking til Noregs en samtals var tæpum 100 m.kr. úthlutað til þeirra verkefna sem matshópur um veitingu Lóu nýsköpunarstyrkja taldi skara fram úr. Hlutverk Lóu er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæða á landsbyggðinni. Styrkirnir veita aukinn slagkraft inn í nýsköpunarverkefni og stuðla að auknu samstarfi um land allt.