Blog Layout

16. nóvember 2017

Snæbjörn Sigurðarson nýr framkvæmdastjóri EIMS

Snæbjörn Sigurðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri EIMS. Hann tekur við starfinu af Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur sem kosin var til setu á Alþingi í nýliðnum kosningum. Snæbjörn mun hefja störf hjá félaginu 1. desember næstkomandi. Að EIMI standa Eyþing – samtök sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Landsvirkjun, Norðurorka og Orkuveita Húsavíkur ásamt Íslenska ferðaklasanum, Íslenska jarðvarmaklasanum og atvinnuþróunarfélögum á svæðinu.

Snæbjörn er viðskiptafræðingur að mennt og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri við uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka við Húsavík og sem Atvinnu- og menningarfulltrúi Norðurþings. Markmið EIMS er að stuðla að aukinni sjálfbærni samfélaga á svæðinu með fjölbreyttari nýtingu orkuauðlinda á Norðausturlandi og samspili samfélags, umhverfis, auðlinda og efnahags. EIMI er ætla að skapa jarðveg fyrir nýsköpunar og þróunarverkefni með áherslu á verðmætasköpun í víðum skilningi ásamt því að auka meðvitund almennings og fyrirtækja á málaflokknum.

Verkefninu er sérstaklega ætlað að ýta undir rannsóknir og nýtingu á svo nefndum hliðarstraumum í orkuvinnslu, iðnaði, landbúnaði o.s.frv. Hliðarstraumar geta verið fólgnir jafnt í ónýttri orku og ónýttu hráefni sem í dag fellur ónýtt til, við hlið hinnar hefðbundnu framleiðslu. Þekkt dæmi í þessum efnum er ónýtt varmaorka í raforkuframleiðslu og iðnaði og ónýttar hliðarafurðir í iðnaði, fiskvinnslu og landbúnaði. Horft er til þess að til samstarfsins komi aðilar í ferðaþjónustu, iðnaði og framleiðslu hverskonar og rannsóknaraðilar m.a. úr skólasamfélaginu. Síðast en ekki síst er horft til þess að með þessu starfi verði til fjárfestingartækifæri fyrir jafnt fyrirtæki á svæðinu, fjárfestingarsjóði og aðra fjárfesta jafnt innlenda sem erlenda. Á síðasta ári stóð EIMUR meðal annars fyrir hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns á Norðurlandi eystra, en á næstunni verður hrint af stað nýrri hugmyndasamkeppni þar sem horft verður til matvælaframleiðslu og vinnslu með jarðhita.

 


Deila frétt

2. apríl 2025
Markmið fundarins var fyrst og fremst að hrista þennan stóra hóp saman og gefa þeim sem standa að verkefninu tækifæri til að hittast og ræða verkefnið. Farið var yfir ýmis hagnýt mál sem tengjast rekstri Evrópuverkefna og línurnar lagðar fyrir þau verkefni sem fram undan eru. Um verkefnið ICEWATER verkefnið hlaut nýverið um 3,5 milljarð í styrk frá LIFE áætlun Evrópusambandsins og er þetta einn stærsti styrkur sem Ísland hefur fengið úr samkeppnissjóðum ESB. Verkefnið er leitt af Umhverfis- og orkustofnun og er það unnið í nánu samstarfi við fjölbreyttan hóp íslenskra samstarfsaðila á borð við fagstofnanir ríkisins, sveitarfélög, opinber fyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki. Verkefninu er ætlað að: Auka þekkingu á notkun, eiginleikum og ástandi vatns á Íslandi Tryggja fumlausa og samhæfða stjórnsýslu þegar kemur að vatnamálum Bæta vatnsgæði, til dæmis með úrbótum í fráveitu og hreinsun á fráveituvatni Fræða almenning og hagaðila um mikilvægi vatns 
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 21. mars 2025
Eimur og Vestfjarðastofa bjóða til vefþings, fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi, þar sem fjallað verður um áskoranir og tækifæri við orkuskipti smábátaflotans. Hvað þarf til að orkuskipti smábáta verði að veruleika? Hvaða endurnýjanlegu orkugjafar verða í boði til notkunar á sjó? Hvaða reglur um haffærni rafmagnsbáta munu gilda? Sérfræðingar, hagsmunaaðilar og sjómenn munu ræða þessi og önnur mikilvæg mál eins og kostnað, hreinorkuívilnanir og áhrif breytinganna á byggðaþróun og samfélag. Þátttaka er öllum opin en til að fá fundarboð þarf að skrá sig. Smelltu hér til að skrá þig Dagskrá *Birt með fyrirvara um breytingar Hluti I: Tæknilausnir í farvatninu 13:00 – „Stefna stjórnvalda og orkuskipti smábáta“, Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra. 13:20 – „Rafmagns og tengiltvinnlausnir í smábátum”, Kolbeinn Óttarsson Proppé, stofnandi Grænafls. 13:40 – „Nýsmíði rafmagnsbáta,tækifæri og áskoranir“, Jónas Ingi Pétursson, Þrym. 14:00 – „Takmarkandi þættir þegar kemur að orkuskiptum smábáta”, Tinna Rún Snorradóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláma. Kaffihlé – 10 mín Hluti II: Samfélag og orkuskipti smábáta 14.30 – „Öryggiskröfur rafbáta og leyfismál þeirra“, Ingólfur Örn Þorbjörnsson, sérfræðingur á Samgöngustofu. 14.50 – „Áskoranir fyrir hafnir vegna orkuskipta smábáta“, Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfisstjóri Faxaflóahafna. 15:10 – „Orkuskipti smábáta út frá sjónarhóli smábátasjómanna“, Einar Helgason, formaður félags strandveiðisjómann á sunnanverðum Vestfjörðum. 15:30 – „Líklegar/hugsanlegar breytingar á Byggðamynstri samfara orkuskiptum í sjávarútvegi“, Dr. Catherine Chambers, rannsóknarstjóri hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. 15:50 - 16:10 - Pallborðsumræður fyrirlesara undir stjórn Ottós Elíassonar, framkvæmdastjóra hjá Eimi.
Eimur hlaut nýverið styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar
20. mars 2025
Hauggas frá urðunarstöðum? Hvað er það og hvernig getum við búið til einhver verðmæti úr gasinu sem nýtist nærsamfélaginu?
Share by: