Blog Layout

26. september 2018

Sumarverkefni Eims á lokasprettinum

Í sumar hefur Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir starfað hjá Eim í sérverkefnum. Nú líður að lokum verksins og verður afraksturinn, skýrsla um þjóðhagslegan ávinning NA-lands af náttúruauðlindum, kynntur opinberlega síðar í vetur.

Gunnlaug Helga útskrifaðist úr Háskólanum á Akureyri síðastlið vor með BS-gráðu í sjávarútvegsfræðum. Lokaverkefni hennar snerist um möguleika til seiðaeldis í Ólafsfirði þar sem hún er fædd og uppalin. Verkefni hennar sem sumarstarfsmaður Eims snérust um að safna saman upplýsingum um nýtingu náttúruauðlinda svæðisins með sérstaka áherslu á jarðvarma og ferskvatn. Þær upplýsingar voru nýttar til að meta þjóðhagslegan ávinning, eða sparnað, íbúa á NA-landi af auðlindunum. Niðurstöðunum hefur verið safnað saman og settar fram í skýrslu sem nú er á lokametrunum. Auk þess að gefa skýrari mynd af notkun auðlindanna kom ýmislegt áhugavert í ljós við grufl sumarsins, t.d. að jarðhitinn sparar heimilum á NA-landi 8 milljarða á ári í húshitunarkostnað. Einnig sást áhugaverður munur á ferskvatnsnotkun á mann á milli nágrannasveitarfélaganna Norðurþings og Tjörnesshrepps. Á meðan Tjörnesingar nota 142 lítra hver á dag þá notar hver íbúi Norðurþings 22.000 lítra daglega. Þó draga mætti þá ályktun að íbúar Norðurþings séu með alla kaldavatnskrana stöðugt opna þá er það ekki svo, heldur fer vatnið að langstærstum hluta í landeldi á fiski við Húsavík og í Öxarfirði. 

Gunnlaug Helga leggur nú lokahönd á skýrslu þar sem afrakstur sumarvinnunnar kemur fram. Þegar þeirri vinnu er lokið verður niðurstaðan kynnt almenningi og skýrslan birt hér á heimasíðunni. 


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: