Blog Layout

26. október 2022

Tveir mentorafundir afstaðnir í Vaxtarrými - Norðanátt

Þátttakendur í Vaxtarrými hafa nú lokið tveimur mentorafundum í viðskiptahraðlinum. Vaxtarrými er átta vikna viðskiptahraðall beint að sjálfbærni, með áherslu á mat, vatn og orku þar sem þátttakendur fá tækifæri til að vaxa og efla sig og sín fyrirtæki. Einn liður í þeirri eflingu er að hitta reynslumikla leiðbeinendur, aðra frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja. 

Á mynd að ofan eru þau:

- Bergrún Björnsdóttir, fjárfestingastjóri hjá Lífeyrissjóði Verslunarmanna
- Hildur Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Pure Natura
- Kjartan Sigurðsson ( ph.d.), lector við Viðskipta og Raunvísindasvið Háskólans á Akureyri
- Tinna Hrund Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu á matvæla og sjávarútvegssviði
- Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins
- Baldvin Valdemarsson, frv. sviðsstjóri atvinnu- og byggðaþróunar hjá SSNE

Hér er hægt að lesa meira um mentorana: https://www.nordanatt.is/frumkvodlafrettir/fyrsti-mentorafundur-vaxtarrmis-2022

Á mynd hér fyrir neðan eru þau:

- Sesselía Birgisdóttir, Forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum
- Stefán Pétur Sólveigarsson, verkefnastjóri Hraðsins miðstöðvar nýsköpunar á Húsavík.
- Karl Guðmundsson, forstjóri Florealis ehf.
- Hreinn Þór Hauksson, framkvæmdastjóri viðskipta- og vöruþróunar hjá Íslenskum verðbréfum
- Rannveig Björnsdóttir,  dósent við auðlindadeild Háskólans á Akureyri.
- Auðjón Guðmundsson,  framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Siríus.
- Sigurður Markússon er forstöðumaður nýsköpunardeildar á Viðskiptaþróunar- og nýsköpunarsviði Landsvirkjunar.

Hér er hægt að lesa meira um mentorana:   https://www.nordanatt.is/frumkvodlafrettir/annar-mentorafundur-vaxtarrmis 


Deila frétt

2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 21. mars 2025
Eimur og Vestfjarðastofa bjóða til vefþings, fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi, þar sem fjallað verður um áskoranir og tækifæri við orkuskipti smábátaflotans. Hvað þarf til að orkuskipti smábáta verði að veruleika? Hvaða endurnýjanlegu orkugjafar verða í boði til notkunar á sjó? Hvaða reglur um haffærni rafmagnsbáta munu gilda? Sérfræðingar, hagsmunaaðilar og sjómenn munu ræða þessi og önnur mikilvæg mál eins og kostnað, hreinorkuívilnanir og áhrif breytinganna á byggðaþróun og samfélag. Þátttaka er öllum opin en til að fá fundarboð þarf að skrá sig. Smelltu hér til að skrá þig Dagskrá *Birt með fyrirvara um breytingar Hluti I: Tæknilausnir í farvatninu 13:00 – „Stefna stjórnvalda og orkuskipti smábáta“, Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra. 13:20 – „Rafmagns og tengiltvinnlausnir í smábátum”, Kolbeinn Óttarsson Proppé, stofnandi Grænafls. 13:40 – „Nýsmíði rafmagnsbáta,tækifæri og áskoranir“, Jónas Ingi Pétursson, Þrym. 14:00 – „Takmarkandi þættir þegar kemur að orkuskiptum smábáta”, Tinna Rún Snorradóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláma. Kaffihlé – 10 mín Hluti II: Samfélag og orkuskipti smábáta 14.30 – „Öryggiskröfur rafbáta og leyfismál þeirra“, Ingólfur Örn Þorbjörnsson, sérfræðingur á Samgöngustofu. 14.50 – „Áskoranir fyrir hafnir vegna orkuskipta smábáta“, Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfisstjóri Faxaflóahafna. 15:10 – „Orkuskipti smábáta út frá sjónarhóli smábátasjómanna“, Einar Helgason, formaður félags strandveiðisjómann á sunnanverðum Vestfjörðum. 15:30 – „Líklegar/hugsanlegar breytingar á Byggðamynstri samfara orkuskiptum í sjávarútvegi“, Dr. Catherine Chambers, rannsóknarstjóri hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. 15:50 - 16:10 - Pallborðsumræður fyrirlesara undir stjórn Ottós Elíassonar, framkvæmdastjóra hjá Eimi.
Eimur hlaut nýverið styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar
20. mars 2025
Hauggas frá urðunarstöðum? Hvað er það og hvernig getum við búið til einhver verðmæti úr gasinu sem nýtist nærsamfélaginu?
Share by: