Blog Layout

15. apríl 2021

Vefstofa - Matur-orka-vatn: Leiðin að sjálfbærni

Þann 15. apríl næstkomandi stendur Eimur ásamt Nýsköpun í Norðri , Hacking Hekla , SSNE og SSNV fyrir vefstofu undir yfirskriftinni Matur-orka-vatn: Leiðin að sjálfbærni .  

Vefstofan hefst klukkan 14:00 og verður í opnu streymi svo allir geti fylgst með. Vefstofan er opnunarviðburður lausnamótsins Hacking Norðurland þar sem unnið er með sjálfbæra nýtingu auðlinda á Norðurlandi með tilliti til matar, vatns og orku.

Streymi á viðburðinn má finna á facebook síðu Eims  sem og inn á facebook síðu viðburðarins Hugsaðu stórt, hugsaðu grænt

Fylgið viðburðinum á Facebook!

Dagskrá vefstofunnar:

  • Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir - framkvæmdastjóri Eims opnar vefstofuna
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ávarpar gesti
  • Sigurður Markússon - nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun: Sjálfbær matvælaframleiðsla
  • Elín Margot - hönnunarlistakona og Arnar Ómarsson - listamaður: Expanding Fiction
  • Esteban Baeza Romero - vísindamaður Wagenigen University and Research í Hollandi og Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir - framkvæmdastjóri Earth 2.0: Niðurstöður rannsóknar um möguleika Íslands til stórsóknar í ylrækt
  • Ragnheiður Elín Árnadóttir - framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Alor: Orkugeymslur fyrir græna orku
  • Fida Abu Libdeh - frumkvöðull og eigandi Mýsilica: Nýting náttúruauðlindar til verðmætasköpunar við Mývatn, orka-vatn-hugvit
  • Ottó Elíasson - rannsókna- og þróunarstjóri Eims stýrir pallborðsumræðum.

Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: