Blog Layout

20. september 2021

Eimur og Orkídea hljóta styrk úr matvælasjóði.

Systurverkefnin Eimur og Orkídea hlutu í liðinni viku 3 milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til að framkvæma hagkvæmnisathugun á uppsetningu frostþurrkunarvers á Íslandi.

Frostþurrkun er vannýtt verkunaraðferð. Aðferðin varðveitir bragð, áferð og lit matvæla mun betur en hitaþurrkun og geymsluþol er margfalt samanborið við frystingu. Aðferðin er hinsvegar dýr, enda er hún orkufrek, því hún krefst lofttæmingar. Í dag er skortur á framboði á stærri tækjum hérlendis til framleiðslu. Nokkrir smáframleiðendur matvæla á Íslandi senda hráefni erlendis til frostþurrkunar og fá það svo aftur til pökkunar og sölu.

Í verkefninu verður gerð hagkvæmnisathugun á því að reisa frostþurrkunarver á Íslandi og kanna áhuga innlendra aðila á því að bjóða eða nýta sér slíka þjónustu. Markmiðið er unnt verði í framtíðinni hægt að bjóða hérlendis uppá frostþurrkun sem gengur fyrir grænni orku sem sparar innlendum framleiðendum tíma, peninga og kolefnisspor. Jafnframt viljum við, í samstarfi við áhugasama aðila, opna fyrir tækifæri fyrir smærri aðila til vöruþróunar með aðferðinni, og stuðla þannig að nýsköpun og verðmætasköpun  í matvælaframleiðslu á Íslandi.


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: