Blog Layout

19. ágúst 2021

Möguleikar Íslands til stórsóknar í ylrækt

Nýverið var opinberuð skýrsla sem byggir á rannsókn um möguleika Íslands til stórsóknar í ylrækt. Skýrslan ber nafnið Business case for large scale crop production in greenhouse facilities in Iceland for the global market og er þar verið að athuga hvort stórtæk ávaxta- eða grænmetisræktun sé ákjósanleg á Ísland.

Skýrslan byggir á líkiani sem var smíðað sérstaklega fyrir þessa rannsókn. Líkanið er sérsniðið fyrir Ísland og tekur inn allar þær breytur sem tengjast rekstri á risagróðurhúsi á Íslandi. Líkanið metur fýsileikan á ræktun til útflutning og ber einnig saman umhverfisáhrif miða við erlenda framleiðslu. Líkanið er aðgengilegt á netinu og það á finna hér

Niðurstöður rannsóknarinnar voru fyrst kynntar á vefstofu sem Eimur stóð fyrir í apríl á þessu ári. Þar fór Esteban Baeza Romero, vísindamaður við Wageningen háskólann, og Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir yfir niðurstöðurnar. Upptöku af vefstofunni má finna hér.

Maðurinn á bak við hugmyndina er David Wallerstein, sem stýrir fjárfestingum fyrir kínsverska fyrirtækið Tencent sem er á meðal stærstu fyrir heimsins. David fékk í lið með sér Wageningen háskólann í Hollandi og annaðist hann mest alla rannsóknina.

Niðurstöður rannsóknarinnar má finna hér

Hér að neðan má sjá myndband þar sem skautað er yfir það helsta sem skýrslan stendur fyrir.


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: