Blog Layout

20. maí 2021

Eimur tekur þátt í Nýsköpunarvikunni

Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26.maí - 2.júní og tekur Eimur þátt í henni. Nýsköpunarvikan er hátíð þar sem fyrirtækjum og frumkvöðlum gefst kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburum þar sem spennandi sóknarfæri og frjóar hugmyndir geta sprottið upp. Hátíðin inniheldur fjölbreytta og áhugaverða viðburði í raunheimum og í gegnum netið.

Mánudaginn 31.maí stendur Eimur fyrir viðburðinum  Tilraun um þörunga og vetni  en Eimur hefur fengið með sér í lið hæfileikaríkt og skapandi fólk sem brennur fyrir nýjum tækifærum á Norðurlandi. Teymið ætlar að fjalla um möguleika tengda vetni sem orkugjafa og þörungum sem matvæli, en uppá síðkastið hefur mikið verið rætt um nýmælið í þessu tvennu.

Við bjóðum uppá tilraunarstarfsemi í beinni, þar sem landliðskokkur reiðir fram dýrindis þörunga og vísindamaðurinn Ottó Elíssson fræðir okkur um kraftinn sem býr í vatninu.

Viðburðinum verður streymt á vefsíðu Nýsköpunarvikunnar og hlekk á viðburðinn má finna hér

Viðburðinn er einnig á facebook og má finna hér

Dagskrá Nýsköpunarvikunnar má svo finna hér

 


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: