Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26.maí - 2.júní og tekur Eimur þátt í henni. Nýsköpunarvikan er hátíð þar sem fyrirtækjum og frumkvöðlum gefst kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburum þar sem spennandi sóknarfæri og frjóar hugmyndir geta sprottið upp. Hátíðin inniheldur fjölbreytta og áhugaverða viðburði í raunheimum og í gegnum netið.
Mánudaginn 31.maí stendur Eimur fyrir viðburðinum Tilraun um þörunga og vetni en Eimur hefur fengið með sér í lið hæfileikaríkt og skapandi fólk sem brennur fyrir nýjum tækifærum á Norðurlandi. Teymið ætlar að fjalla um möguleika tengda vetni sem orkugjafa og þörungum sem matvæli, en uppá síðkastið hefur mikið verið rætt um nýmælið í þessu tvennu.
Við bjóðum uppá tilraunarstarfsemi í beinni, þar sem landliðskokkur reiðir fram dýrindis þörunga og vísindamaðurinn Ottó Elíssson fræðir okkur um kraftinn sem býr í vatninu.
Viðburðinum verður streymt á vefsíðu Nýsköpunarvikunnar og hlekk á viðburðinn má finna hér
Viðburðinn er einnig á facebook og má finna hér
Dagskrá Nýsköpunarvikunnar má svo finna hér