Blog Layout

31. maí 2021

Innlegg Eims í Nýsköpunarvikunni - Tilraun um þörunga og vetni

Eimur tók þátt í Nýsköpunarvikunni og stóð fyrir viðburðinum Tilraun um þörunga og vetni - Matur og orka framtíðarinnar.  Viðburðurinn var fræðslumyndband þar annars vegar var fjallað um þörunga og framtíðarhlutverk þeirra og hins vegar vetni og möguleikana sem því fylgir.

Í innslaginu um þörungana var rætt við Júlíu Katrínu Björke, framkvæmdastóra Mýsköpunar, og matreiðslumanninn Garðar Kára Garðarsson. Þar var fræðst um starfsemi Mýsköpunar og hvaða hlutverk þörungar spila þegar kemur að matvælum framtíðarinnar. Einnig var rætt um áskorunina sem fylgir því að matreiða þörunga en hann Garðar Kári töfraði fram dýrindis mat úr þörungum.

Í vetnisinnslaginu var gerð tilraun þar Ottó rafgreindi vatni til að mynda vetni og súrefni sem hann nýtti svo til þess að kveikja á ljósaperu. Þar var einnig rætt möguleikana sem vetni býður upp á. Að lokum var rætt við Karl Emil hjá Landsvirkjun um jarðhita og nýtingu hans.

Hér að neðan má finna myndband viðburðarins sem og nokkrar myndir frá upptöku þess.

 

 


Deila frétt

2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 21. mars 2025
Eimur og Vestfjarðastofa bjóða til vefþings, fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi, þar sem fjallað verður um áskoranir og tækifæri við orkuskipti smábátaflotans. Hvað þarf til að orkuskipti smábáta verði að veruleika? Hvaða endurnýjanlegu orkugjafar verða í boði til notkunar á sjó? Hvaða reglur um haffærni rafmagnsbáta munu gilda? Sérfræðingar, hagsmunaaðilar og sjómenn munu ræða þessi og önnur mikilvæg mál eins og kostnað, hreinorkuívilnanir og áhrif breytinganna á byggðaþróun og samfélag. Þátttaka er öllum opin en til að fá fundarboð þarf að skrá sig. Smelltu hér til að skrá þig Dagskrá *Birt með fyrirvara um breytingar Hluti I: Tæknilausnir í farvatninu 13:00 – „Stefna stjórnvalda og orkuskipti smábáta“, Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra. 13:20 – „Rafmagns og tengiltvinnlausnir í smábátum”, Kolbeinn Óttarsson Proppé, stofnandi Grænafls. 13:40 – „Nýsmíði rafmagnsbáta,tækifæri og áskoranir“, Jónas Ingi Pétursson, Þrym. 14:00 – „Takmarkandi þættir þegar kemur að orkuskiptum smábáta”, Tinna Rún Snorradóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláma. Kaffihlé – 10 mín Hluti II: Samfélag og orkuskipti smábáta 14.30 – „Öryggiskröfur rafbáta og leyfismál þeirra“, Ingólfur Örn Þorbjörnsson, sérfræðingur á Samgöngustofu. 14.50 – „Áskoranir fyrir hafnir vegna orkuskipta smábáta“, Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfisstjóri Faxaflóahafna. 15:10 – „Orkuskipti smábáta út frá sjónarhóli smábátasjómanna“, Einar Helgason, formaður félags strandveiðisjómann á sunnanverðum Vestfjörðum. 15:30 – „Líklegar/hugsanlegar breytingar á Byggðamynstri samfara orkuskiptum í sjávarútvegi“, Dr. Catherine Chambers, rannsóknarstjóri hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. 15:50 - 16:10 - Pallborðsumræður fyrirlesara undir stjórn Ottós Elíassonar, framkvæmdastjóra hjá Eimi.
Eimur hlaut nýverið styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar
20. mars 2025
Hauggas frá urðunarstöðum? Hvað er það og hvernig getum við búið til einhver verðmæti úr gasinu sem nýtist nærsamfélaginu?
Share by: