Blog Layout

1. júní 2021

Eimur hlýtur styrki úr Lóunni

Síðastliðinn mánudag var tilkynnt þau verkefni sem hlutu styrk úr Lóunni sem er nýsköpunarstyrkur fyrir landsbyggðina. Alls hlutu 29 verkefni víðsvegar um landið styrk og nema hæstu styrkir 10 milljónum króna. Af þessum 29 verkefnum sem hlutu styrk er Eimur hluti af 2 þeirra.
 
Annarsvegar fékk Eimur styrk fyrir verkefnið  Hringrás nýsköpunar  sem er verkefni byggt á hröðlum, lausnamótum og fjárfestaviðburðum á Norðurlandi. Þar er verið að skapa frumkvöðlasamfélagið og stemmningu sem skapar svo atvinnutækifæri á svæðinu.
 
Hitt verkefnið kallast Nýsköpunargarðurinn og er það unnið með Orkídeu á suðurlandi og Bláma á Vestfjörðum. Nýsköpunargarðurinn er stafrænn vettvangur frumkvöðla. Þar verður til markmiðadrifinn nýsköpun með áherslu á sjálfbærni og betri nýtingu orku.
 
Verðum í forystu í nýsköpun saman á Íslandi. Keyrum þetta í gang.
 
Lista yfir þau verkefni sem fengu styrk er að finna hér að neðan
 
 

Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: