Blog Layout

2. júní 2023

Eimur flytur í Laxamýri

Eimur hefur flutt skrifstofu sína frá Hafnarstræti 91 yfir í Strandgötu 19b sem kennt er við  Laxamýri.

Laxamýri (Strandgata 19b) er tilkomumikið og virðuglegt hús og til mikillar prýði í umhverfi sínu. Húsið reisti Sigurjón Jóhannesson árið 1906. Hann hafði verið bóndi á Laxamýri í S-Þingeyjarsýslu um áratugaskeið áður en hann reisti húsið og kemur nafnið af húsinu þaðan. Húsið hefur gengt ýmsum hlutverkum gegnum tíðina.  Hjálpræðisherinn var hér til húsa lengi og hafði hér mötuneyti, samkomusal og gistiheimili. Síðar hafði Akureyrarbær skrifstofur í húsinu og hér var einnig Lögfræðistofa.

,,Fyrsta skrefið í átt að nýsköpunarsetri á Akureyri var tekið í þessari viku. Kjarninn í húsinu er nýsköpunarverkefnið Eimur og bjóðum við frumkvöðla og aðra gesti hjartanlega velkomna í spjall um orkutengda nýsköpun hvenær sem er."  

Við þökkum Landsvirkjun og Háskólanum á Akureyri kærlega fyrir að hafa hýst teymið á meðan húsnæðisvandinn stóð yfir. 

   

  


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: