Blog Layout

29. desember 2022

Karen Mist nýr verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka

Karen Mist Kristjánsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka. Starfið er nýtt hjá Norðurþingi og Eimi og mun Karen hafa það hlutverk með höndum að leiða vinnu við uppbyggingu starfseminnar í anda nýsköpunar, loftlagsmála og orkuskipta.  

Karen er lífferlatækniverkfræðingur og hefur verið búsett í Danmörku síðustu misseri. Hún starfaði síðast sem sölustjóri hjá Alumichem þar sem verkefni hennar lutu meðal annars að búnaði og ferlum í tengslum við vatnshreinsun, endurnýtingu vatns, úrgangs og annarra auðlinda auk þess sem hún var teymisstjóri.

Karen hefur mikla reynslu af verkefnastjórnun og samvinnu með hagsmunaaðilum og fyrirtækjum í verkefnum m.a. í tengslum við uppbyggingu umhverfisvænna ferla og endurnýtingu hráefna.

Starf verkefnastjóra var auglýst þann 8. nóvember  sl. og voru fimmtán umsækjendur um starfið. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningarþjónustuna Mögnum á Akureyri.

Karen er Akureyringur fædd 1989 en hefur búið í Danmörku sl. 14 ár þar sem hún dvaldi með fjölskyldu sinni við nám og störf. Hún er gift Einari Sigþórssyni og saman eiga þau tvö börn.


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: