Blog Layout

6. mars 2023

Kynning á LIFE, umhverfis- og loftslagsáætlun ESB

Ísland tekur nú þátt í LIFE áætlun Evrópusambandsins, samkeppnissjóði sem fjármagnað hefur verkefni á sviði loftslags- og umhverfismála frá árinu 1992. Núverandi tímabil áætlunarinnar tekur til áranna 2021-2027 og eru rúmlega 5,4 milljarðar evra til úthlutunar á tímabilinu. Undir áætlunininni eru fjórar undiráætlanir:
  • Náttúra og líffræðileg fjölbreytni,
  • Hringrásarhagkerfið
  • Loftslangsbreytingar, aðlögun og aðgerðir og
  • Orkuskipti
Þann 9. mars kl. 14.30-16.00 verður kynning á LIFE, umhverfis- og loftslagsáætlun ESB í Háskólanum á Akureyri.

Dagskrá:
Hvað er LIFE? Gyða Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís og landstengiliður áætluninnar, segir frá áætluninni; markmiðum hennar, undiráætlunum og gerðum styrkja.

Á ég mér LIFE?   Hvernig Ottó reyndi en mistókst og reyndi svo aftur að sækja LIFE styrk. Ottó Elíasson , rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi, mun svo fjalla um reynslu sína af því að taka þátt í umsóknarferlinu.
 
Fundurinn er ætlaður öllum sem áhuga hafa á að kynna sér þessa áætlun og hvaða tækifæri hún hefur uppá að bjóða.
 

Kynningarnar fara fram á ensku en hægt verður að spyrja og spjalla á íslensku að kynningum loknum.

 


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: