6. mars 2023
Kynning á LIFE, umhverfis- og loftslagsáætlun ESB

Ísland tekur nú þátt í LIFE áætlun Evrópusambandsins, samkeppnissjóði sem fjármagnað hefur verkefni á sviði loftslags- og umhverfismála frá árinu 1992. Núverandi tímabil áætlunarinnar tekur til áranna 2021-2027 og eru rúmlega 5,4 milljarðar evra til úthlutunar á tímabilinu. Undir áætlunininni eru fjórar undiráætlanir:
- Náttúra og líffræðileg fjölbreytni,
- Hringrásarhagkerfið
- Loftslangsbreytingar, aðlögun og aðgerðir og
- Orkuskipti
Þann 9. mars kl. 14.30-16.00
verður kynning á LIFE, umhverfis- og loftslagsáætlun ESB í Háskólanum á Akureyri.
Dagskrá:
Hvað er LIFE?
Gyða Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís og landstengiliður áætluninnar, segir frá áætluninni; markmiðum hennar, undiráætlunum og gerðum styrkja.
Á ég mér LIFE?
Hvernig Ottó reyndi en mistókst og reyndi svo aftur að sækja LIFE styrk. Ottó Elíasson
, rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi, mun svo fjalla um reynslu sína af því að taka þátt í umsóknarferlinu.
Fundurinn er ætlaður öllum sem áhuga hafa á að kynna sér þessa áætlun og hvaða tækifæri hún hefur uppá að bjóða.
Kynningarnar fara fram á ensku en hægt verður að spyrja og spjalla á íslensku að kynningum loknum.
Deila frétt

RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu.