17. maí 2023

Lokasprettur Crowdthermal

Eimur tók þátt í H2020 verkefninu Crowdthermal, þriggja ára Evrópuverkefni sem lauk undir lok síðasta árs . Tíu aðilar frá sjö Evrópulöndum tóku þátt í verkefninu. Verkefnið snerist um að efla geta almennings til að taka þátt í jarðhitatengdum verkefnum með áherslu á hópfjármögnun. Ottó Elíasson, rannsókna- og þróunarstjóri sótti lokafund verkefnisins í Brussel í febrúar síðastliðnum.

Eimur stýrði einu þriggja tilraunaverkefna í Crowdthermal. Vinna Eims í verkefninu fólst fyrst og fremst í því að útfæra hugmynd um samfélagsgróðurhús á Húsavík. Verkefnið þurfti að byggja á nýtingu jarðhitaauðlinda svæðisins. Víðast hvar í Evrópu er nýting jarðhita til húshitunar framandi, og hin tilraunaverkefnin sem fóru fram á Spáni og í Ungverjalandi fólust einmitt í því að hita hús með jarðhita. Hér á Íslandi er húshitun með jarðhita almenn, og því var ákveðið að einblína á nýtingu jarðhitans til þess að sinna nýsköpun.

Við mótun verkefnisins var t.a.m. horft til eftirfarandi þátta:

  • Að efla tengsl fólks við umhverfi sitt og auðlindir svæðisins. Hér er lögð áhersla á að byggja á styrkleikum svæða, t.a.m. með tilliti til byggðaþróunar.
  • Að færa matvælaframleiðslu og þekkingu á þeirri ræktun nær fólki, og hvetja þannig til aukinnar sjálfbærni samfélagsins.
  • Að skólar svæðisins njóti sérstaklega góðs af aðstöðunni og geti nýtt gróðurhúsin sem vettvang til náms.

Tillagan felst í því að reisa þyrping lítilla gróðurhúsa við Búðará nálægt skrúðgarðinum á Húsavík við Ásgarðsveg. Þá verður skapað í kringum þau öflugt samfélag fólks um nýsköpun, tæknimenntun, lýðheilsu og sjálfbærni. Fólki og fyrirtækjum á Húsavík yðri gert kleift að sinna eigin tilraunaylrækt í litlum gróðurhúsum sem eru upphituð með staðbundnum jarðhitaauðlindum sem lengja ræktunartímann frá því snemma á vori og fram á haust.

Í verkefninu hefur Eimur unnið með fólki úr samfélaginu á Húsavík við að móta þessa útfærslu, og er hún afrakstur sameiginlegrar vinnu sem bæði var sinnt gegnum fjarfundi (vegna Covid), og í raunheimum. Í september síðasta haust var haldinn opinn fundur fyrir almenning á Fosshóteli þar sem afrasktur vinnunnar var kynntur og afar vel var tekið í þessar hugmyndirnar. Síðar í september hélt Eimur hélt einnig alþjóðlega ráðstefnu á Húsavík um efnið, og var hún aðgengileg í streymi. Samantekt um vinnu Eims og afrakstur verkefnisins á Húsavík má svo finna í skýrslu sem er hengd við þessa frétt.

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í þessu með okkur, sérstaklega íbúum Húsavíkur, og nú þarf að láta reyna á að gera hugmyndirnar um samfélagsgróðurhús á Húsavík að veruleika!


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.