Blog Layout

13. október 2023

Ottó Elíasson ráðinn framkvæmdastjóri hjá Eimi

Dr. Ottó Elíasson hefur verið ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri hjá Eimi.

Ottó er eðlisfræðingur og útskrifaðist með BSc gráðu frá Háskóla Íslands 2012, og með doktorsgráðu í atómeðlisfræði frá Árósarháskóla í Danmörku 2020. Hann hóf störf hjá Eimi sumarið 2020, og tók við sem rannsókna- og þróunarstjóri í september það ár. Hjá Eimi hefur Ottó leitt sókn í innlenda og erlenda styrktarsjóði og tekið þátt í innlendum og erlendum rannsókna- og þróunarverkefnum.

„Það eru mikil færi á því að gera betur hér á landi þegar kemur að umhverfis-, loftslags-, og auðlindamálum. Eimur er kjörinn vettvangur til að hafa mikil áhrif á þessa málaflokka og ég er viss um að við getum hraðað orkuskiptum og innleiðingu hringrásarhagkerfis, sérstaklega með þátttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum. Ég er sæll með að vera treyst fyrir þessu starfi“ ,  segir Ottó Elíasson.

 „Ottó hefur sýnt af sér mikla fagmennsku og hæfni í þeim störfum sem hann hefur sinnt innan Eims síðastliðin ár og því er mikil ánægja að fá hann til að leiða Eim áfram í komandi verkefnum. Sérstök áhersla verður lögð á sókn í Evrópusjóði á næstu þremur árum og stjórn Eims telur Ottó hafa gríðarlega góða innsýn og lausnamiðaða nálgun sem mun koma verkefninu vel á næstu árum og tryggja áframhaldandi vöxt og rekstrargrundvöll Eims“,  segir Kjartan Ingvarsson, stjórnarformaður hjá Eimi.

Ottó hefur störf sem framkvæmdastjóri þann 15. október næstkomandi. Á sama tíma vill stjórn Eims þakka Sesselju Barðdal, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eims, fyrir gott samstarf liðin ár og fyrir hennar framlag til félagsins.

Starfið var auglýst þann 24. ágúst s.l. og voru fjórtán umsækjendur um starfið. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang í Reykjavík.


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: