Í tengslum við Local Food Festival sem fer fram laugardaginn 16. mars, stendur EIMUR fyrir málþinginu: "Jarðhitatengd matvælaframleiðsla- tækifæri og takmarkanir" kl 13:00 – 14:30 á sviðinu í Hamraborg í Hofi.
Fyrirlestrar:
Snæbjörn Sigurðarson- framkvæmdastjóri Eims
Tækifæri í fjölnýtingu jarðhita
Sigurður Markússon- verkefnastjóri hjá Landsvirkjun
Orkufrek matvælaframleiðsla - Ný stoð í grænu hagkerfi?
Arnar Freyr Jónsson- rekstrarstjóri Silfurstjörnunnar sem er í eigu Samherja fiskeldis
Landeldi á laxi í Öxarfirði með jarðhita
Christin Schröder- skordýrabóndi á Húsavík
Að byggja upp skordýraræktun á Norðurlandi
Rannveig Björnsdóttir- Forseti Viðskipta- og raunvísindasviðs HA
Verðmætasköpun úr hliðarafurðum matvælaframleiðslu – tækifæri og takmarkanir
Að loknum fyrirlestrum verða pallborðsumræður