Blog Layout

22. nóvember 2018

Skordýr, eldfjöll og ull

Skordýraræktun, jarðhita- og eldfjallasýning í Mývatnssveit og vinnsla á lanolini úr íslenskri ull eru allt frumkvöðlaverkefni sem hlutu verðlaun í atvinnu- og nýsköpunarhraðli ANA sem lauk í nýverið. Hraðallinn spannaði átta vikur og var tilgangur hans að hvetja til nýsköpunar og styðja frumkvöðla við  þróun og mótun viðskiptahugmynda sinna.

Atvinnu- og nýsköpunarhraðallinn er samstarfsverkefni sem byggir á því að styðja við frumkvöðla og aðstoða þá við að þróa hugmyndir sínar þannig að þær geti orðið að veruleika. Að hraðlinum standa Tækifæri, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Atvinnuþróunarfélögin á Norðurlandi eystra, EIMUR, Háskólinn á Akureyri og atvinnulífið. Hraðallinn er frumkvöðlasamkeppni á norðausturlandi sem gefur þátttakendum tækifæri til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim markvissar áætlanir. Hraðallinn hófst með Atvinnu- og nýsköpunardeginum þann 15. september þar sem öllum áhugasömum bauðst að koma í frumkvöðlasetrið Verksmiðjuna við Glerárgötu á Akureyri og skrá sig til leiks. Þá tók við átta vikna hraðall þar sem þátttakendum var boðið upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð frá sérfræðingum á sviði nýsköpunar og viðskipta.

Föstudaginn 9. nóvember lauk hraðlinum með kynningu allra verkefnanna sem tóku þátt og verðlaunaafhendingu fyrir bestu hugmyndirnar. Þrjár hugmyndir fengu verðlaun að þessu sinni. Nýsköpunarverðlaunin fengu Christin Irma Schröder og Torsten Ullrich fyrir hugmynd sína TULCIS sem gengur út á ræktun skordýra til fóðurframleiðslu. Sigurlaun þeirra voru peningaverðlaun að upphæð ein milljón króna. Sérstök hvatningarverðlaun hlaut Páll B. Guðmundsson fyrir hugmynd sína Ærlegur um vinnslu á fitu úr íslenskri ull, lanolini, sem svo er hægt að nýta í hágæðavörur. Hann hlaut einnig 300 þúsund krónur í peningaverðlaun fyrir vikið. Sérstök verðlaun, Eimurinn, voru veitt fyrir bestu hugmyndina sem tengist sjálfbærni, aukinni nýtingu auðlindastrauma og/eða samspili orku, umhverfis og samfélags. Þau verðlaun hlutu Júlía Katrín Björke og Helgi Arnar Alfreðsson fyrir sýninguna sína ‚Living on a Volcano‘ þar sem jarðhitinn, eldfjöllin og samspil manns og náttúru er í aðalhlutverki. Þeirra sigurlaun voru Eimurinn, sem Sigrún Björg Aradóttir hjá Agndofa hönnunarhúsi hannaði sérstaklega fyrir þennan viðburð, sem og peningaverðlaun að upphæð ein milljón króna.

Dómnefndina skipuðu Kristrún Lind Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Tröppu ráðgjafar, Sigurður Steingrímsson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Sunna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Eim og Jón Steindór Árnason, framkvæmdastjóri Tækifæris.

Christin Irma Schröder og Torsten Ullrich
Christin Irma Schröder og Torsten Ullrich hlutu Nýsköpunarverðlaunin fyrir verkefnið TULCIS

Páll B. Guðmundsson fékk sérstök hvatningarverðlaun fyrir verkefni um vinnslu á lanolini úr ull
Páll B. Guðmundsson fékk sérstök hvatningarverðlaun fyrir verkefni um vinnslu á lanolini úr ull 

Helgi Arnar Alfreðsson og Júlía Katrín Björke sigruðu Eiminn fyrir sýninguna sína ‚Living on a Volcano‘ þar sem jarðhitinn, eldfjöllin og samspil manns og náttúru er í aðalhlutverki.
Helgi Arnar Alfreðsson og Júlía Katrín Björke sigruðu Eiminn fyrir sýninguna sína ‚Living on a Volcano‘ þar sem jarðhitinn, eldfjöllin og samspil manns og náttúru er í aðalhlutverki. 

Eimurinn, verðlaunagripur fyrir bestu hugmyndinasem tengist sjálfbærni, aukinni nýtingu auðlindastrauma og/eða samspili orku, umhverfis og samfélags.
Eimurinn, verðlaunagripur fyrir bestu hugmyndinasem tengist sjálfbærni, aukinni nýtingu auðlindastrauma og/eða samspili orku, umhverfis og samfélags. Sigrún Björg Aradóttir hjá Agndofa hönnunarhúsi hannaði gripinn sérstaklega fyrir þennan viðburð, 


Deila frétt

2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 21. mars 2025
Eimur og Vestfjarðastofa bjóða til vefþings, fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi, þar sem fjallað verður um áskoranir og tækifæri við orkuskipti smábátaflotans. Hvað þarf til að orkuskipti smábáta verði að veruleika? Hvaða endurnýjanlegu orkugjafar verða í boði til notkunar á sjó? Hvaða reglur um haffærni rafmagnsbáta munu gilda? Sérfræðingar, hagsmunaaðilar og sjómenn munu ræða þessi og önnur mikilvæg mál eins og kostnað, hreinorkuívilnanir og áhrif breytinganna á byggðaþróun og samfélag. Þátttaka er öllum opin en til að fá fundarboð þarf að skrá sig. Smelltu hér til að skrá þig Dagskrá *Birt með fyrirvara um breytingar Hluti I: Tæknilausnir í farvatninu 13:00 – „Stefna stjórnvalda og orkuskipti smábáta“, Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra. 13:20 – „Rafmagns og tengiltvinnlausnir í smábátum”, Kolbeinn Óttarsson Proppé, stofnandi Grænafls. 13:40 – „Nýsmíði rafmagnsbáta,tækifæri og áskoranir“, Jónas Ingi Pétursson, Þrym. 14:00 – „Takmarkandi þættir þegar kemur að orkuskiptum smábáta”, Tinna Rún Snorradóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláma. Kaffihlé – 10 mín Hluti II: Samfélag og orkuskipti smábáta 14.30 – „Öryggiskröfur rafbáta og leyfismál þeirra“, Ingólfur Örn Þorbjörnsson, sérfræðingur á Samgöngustofu. 14.50 – „Áskoranir fyrir hafnir vegna orkuskipta smábáta“, Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfisstjóri Faxaflóahafna. 15:10 – „Orkuskipti smábáta út frá sjónarhóli smábátasjómanna“, Einar Helgason, formaður félags strandveiðisjómann á sunnanverðum Vestfjörðum. 15:30 – „Líklegar/hugsanlegar breytingar á Byggðamynstri samfara orkuskiptum í sjávarútvegi“, Dr. Catherine Chambers, rannsóknarstjóri hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. 15:50 - 16:10 - Pallborðsumræður fyrirlesara undir stjórn Ottós Elíassonar, framkvæmdastjóra hjá Eimi.
Eimur hlaut nýverið styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar
20. mars 2025
Hauggas frá urðunarstöðum? Hvað er það og hvernig getum við búið til einhver verðmæti úr gasinu sem nýtist nærsamfélaginu?
Share by: