Blog Layout

17. maí 2022

Nýsköpunarvikan 2022 - Fyrsta vetnisgrill á Íslandi

Eimur, Blámi og Orkídea stóðu fyrir tímamótaviðburð á setningardegi Nýsköpunarvikunnar 2022, þegar systraverkefnin grilluðu í fyrsta sinn með vetni hér á landi. Um 300 manns sóttu viðburðinn við Hugmyndarhúsið Grósku í Höfuðborginni í sól og blíðu þar sem boðið var uppá íslenskt vetnisgrillað grænmeti. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra var á meðal gesta og þökkum við henni öðrum góðum gestum kærlega fyrir komuna.

Nýsköpunarvikan (Iceland Innovation Week) stendur yfir dagana 16.- 20. maí 2022. Nýsköpunarvikan er hátíð þar sem fyrirtækjum og frumkvöðlum gefst kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þar sem spennandi sóknarfæri og frjóar hugmyndir geta sprottið upp. Hátíðin inniheldur fjölbreytta og áhugaverða viðburði í raunheimum og í gegnum netið. 

 

      


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: