Blog Layout

20. ágúst 2020

Nýtt starfsfólk hjá Eimi

Sesselja Ingibjörg Barðdal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nýsköpunarverkefnisins Eims. „Ég tel að nýsköpun á Norðausturlandi eigi mikið inni. Hér eru mikil tækifæri til þess að skapa verðmæti og atvinnu á svæðinu, bæði í orku- og matvælaiðnaði. Tækifærin liggja í að byggja upp kraftmikið samfélag fyrir frumkvöðla með spennandi hugmyndir,“ segir Sesselja sem er spennt að takast á við ný og spennandi verkefni. 

Sesselja starfaði áður sem framkvæmdastjóri Kaffi Kú í Eyjafjarðarsveit þar sem hún er jafnframt eigandi. Sesselja situr í stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar og í stjórn Stefnumótunar heilsárferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit. Sesselja útskrifaðist með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri og er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Áður lauk Sesselja sveinsprófi í framreiðslu frá Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. 

Ottó Elíasson var samhliða Sesselju ráðinn sem rannsókna- og þróunarstjóri EIMS. Ottó er með doktorspróf (Ph.D.) og M.Sc. gráðu í tilraunaeðlisfræði frá Árósarháskóla í Danmörku. Áður útskrifaðist Ottó með B.Sc. gráðu í eðlisfræði frá Háskóla Íslands.

„Við verðum að ganga vel um jörðina svo börnin okkar fái notið gæða hennar rétt eins og við. Hér á Norðurlandi eystra liggja mikil tækifæri í betri nýtingu orkuauðlinda og hráefnis sem hér er unnið. EIMUR mun starfa með fyrirtækjum svæðisins, skólum hérlendis og erlendis og almenningi að verkefnum sem miða að því að samfélagið okkar verði sjálfbært. Ég hlakka mikið til að veita kröftum mínum og þekkingu í þá vinnu“, segir Ottó.

Sunna Guðmundsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri, heldur á vit nýrra ævintýra í orkugeiranum og við þökkum henni fyrir vel unnin störf hjá Eimi.


Deila frétt

2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 21. mars 2025
Eimur og Vestfjarðastofa bjóða til vefþings, fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi, þar sem fjallað verður um áskoranir og tækifæri við orkuskipti smábátaflotans. Hvað þarf til að orkuskipti smábáta verði að veruleika? Hvaða endurnýjanlegu orkugjafar verða í boði til notkunar á sjó? Hvaða reglur um haffærni rafmagnsbáta munu gilda? Sérfræðingar, hagsmunaaðilar og sjómenn munu ræða þessi og önnur mikilvæg mál eins og kostnað, hreinorkuívilnanir og áhrif breytinganna á byggðaþróun og samfélag. Þátttaka er öllum opin en til að fá fundarboð þarf að skrá sig. Smelltu hér til að skrá þig Dagskrá *Birt með fyrirvara um breytingar Hluti I: Tæknilausnir í farvatninu 13:00 – „Stefna stjórnvalda og orkuskipti smábáta“, Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra. 13:20 – „Rafmagns og tengiltvinnlausnir í smábátum”, Kolbeinn Óttarsson Proppé, stofnandi Grænafls. 13:40 – „Nýsmíði rafmagnsbáta,tækifæri og áskoranir“, Jónas Ingi Pétursson, Þrym. 14:00 – „Takmarkandi þættir þegar kemur að orkuskiptum smábáta”, Tinna Rún Snorradóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláma. Kaffihlé – 10 mín Hluti II: Samfélag og orkuskipti smábáta 14.30 – „Öryggiskröfur rafbáta og leyfismál þeirra“, Ingólfur Örn Þorbjörnsson, sérfræðingur á Samgöngustofu. 14.50 – „Áskoranir fyrir hafnir vegna orkuskipta smábáta“, Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfisstjóri Faxaflóahafna. 15:10 – „Orkuskipti smábáta út frá sjónarhóli smábátasjómanna“, Einar Helgason, formaður félags strandveiðisjómann á sunnanverðum Vestfjörðum. 15:30 – „Líklegar/hugsanlegar breytingar á Byggðamynstri samfara orkuskiptum í sjávarútvegi“, Dr. Catherine Chambers, rannsóknarstjóri hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. 15:50 - 16:10 - Pallborðsumræður fyrirlesara undir stjórn Ottós Elíassonar, framkvæmdastjóra hjá Eimi.
Eimur hlaut nýverið styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar
20. mars 2025
Hauggas frá urðunarstöðum? Hvað er það og hvernig getum við búið til einhver verðmæti úr gasinu sem nýtist nærsamfélaginu?
Share by: